Orð og tunga - 01.06.2005, Page 32

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 32
30 Orð og tunga anna undir hverju flettiorði fyrir sig. í rafrænni mynd orðabókarefn- isins hafa orðasamböndunum í Orðastað svo verið gerð sams konar skil, þannig að skráin yfir meginorð tekur til efnis beggja orðabók- anna. Loks hafa orðasamböndin verið sundurgreind eftir setningar- gerð, svo að t.d. má leita að ópersónulegum samböndum sér á parti. Á þennan hátt eru formlegar og merkingarlegar eigindir orða og orða- sambanda fléttaðar saman með það að markmiði að veita margþættan og sveigjanlegan aðgang að orðabókarefninu. 2.1 Málfræðileg einkenni og vensl I orðbundinni lýsingu er hver flettugrein afmörkuð heild og þar er ekki hægt að gera ráð fyrir öðrum upplýsingum en þeim sem eiga við flettiorðið sem slíkt og draga fram einkenni þess. Sú mynd sem birt- ist af stöðu flettiorðsins í málfræðilegu og setningarlegu samhengi við önnur orð er óhjákvæmilega takmarkaðri og brotakenndari en svo að þar komi fram heillegar samstæður orða sem flettiorðið tengist. í lýs- ingu nafnorðsins hundur gætu komið fram sambönd eins og hundurinn geltir og hundurinn urrar, annaðhvort sem orðastæður eða notkunar- dæmi, en ekki er hægt að gera ráð fyrir að sagnir sem eiga við hljóð hunda komi fram, hvað þá að beinlínis sé gerð grein fyrir stöðu orðs- ins hundur sem frumlags í algengum orðastæðum. Slík leitaraðgerð er þó fyllilega þörf í augum þeirra erlendu notenda sem hafa kunnáttu til að ganga að íslenska nafnorðinu sem leitarorði og geta ályktað um það orðafar sem frumlagsmyndin sameinar: hundurinn geltir hundurinn spangólar hundurinn urrar hundurinn glefsar hundurinn dillar rófunni hundurinn flaðrar upp um <manninn> hundurinn liggur fram á lappir sínar Þessa mynd má draga fram með málfræðilega skilyrtri leit í því efni sem á uppruna sinn í Orðastað. Slík leit á sérstaklega við þegar sagnlið- urinn er orðasamband sem erfitt er að rata að sem sjálfstæðri einingu og notendur geta ekki með góðu móti nálgast íslenska orðafarið sem jafnheiti við orð úr sínu máli í erlend-íslenskri orðabók.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.