Orð og tunga - 01.06.2005, Page 34

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 34
32 Orð og tunga ákvörðunar er að vænta taka ákvörðun ákvörðunin liggur fyrir standa við ákvörðun sína ákvörðunin stendur óhögguð endurskoða ákvörðun sína Hér mynda samböndin samstæða heild gagnvart flettiorðinu og merk- ingu þess, þar sem forstig ákvörðunar og endurskoðun ákvörðunar mynda upphafs- og endapunkt. Heillegt yfirlit yfir orðastæður af þessu tagi gagnvart einstökum orðum miðlar í sjálfu sér mikilvægum upplýsingum til notenda en það getur einnig birst í samspili við hefðbundna efnisþætti tvímála orða- bókarlýsingar, t.d. þannig að kölluð séu fram jafnheiti við einstakar orðastæður. 2.2 Virkt hlutverk orðasambanda og notkunarmynstra Staða orðasambanda af öllu tagi hefur löngum verið háð flettiorð- um og flettiorðaskipan orðabóka og þau hafa að mestu eða öllu leyti komið fram sem efnisþáttur í lýsingu einstakra orða. í mörgu sam- hengi er skýr þörf á því að orðasambönd gegni sjálfstæðara og virkara hlutverki, notendur geti nálgast þau á beinni hátt og þau komi fram í formlegum og merkingarlegum venslum, bæði innbyrðis og gagn- vart stökum orðum. I Orðaheimi er stigið skref í þessa átt með því að mynda stafsrófsraðaða skrá yfir öll meginorð í orðasamböndum þar sem orðasamböndunum er raðað innbyrðis eftir fastri röðunarreglu undir hverju meginorði og vísað er til viðeigandi flettu eða flettna. Þar með má ganga að hvaða orðasambandi sem er sem sjálfstæðri ein- ingu óháð stöðu þess innan orðabókartextans. Þess er einnig gætt að framsetning orðasambandanna sé með samræmdu sniði svo að mynd þeirra verði sem skýrust í huga notenda (sjá nánar inngang Orðaheims og Orðastaðar). í orða- og orðasambandaskránni birtast víða skýr og at- hyglisverð notkunarmynstur einstakra meginorða sem geta átt erindi við erlenda ekki síður en íslenska notendur. Mikilvægt samræmingaratriði í framsetningu orðasambanda í Orðastað og Orðaheimi varðar eðli frumlags með sagnlið. Sé um að ræða persónubundið frumlag í nefmfalli er frumlagið ótilgreint og sögnin í nafnhætti. Ef frumlagið er ópersónubundið er það tilgreint
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.