Orð og tunga - 01.06.2005, Page 77

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 77
Erla Erlendsdóttir: Um tökuorð úr málum frumbyggja 75 ingsamne beredt av fisk eller fiskavfall', er að finna í sænsku máli síð- an 1859 en heimild elsta dæmis er Handbok i svenska jordbruket (sbr. SAOB). Árið 1852 virðist orðið guano, 'godningsstof, opstaaet af gennem mange aar aflejrede exkrementer (især af sofugle, [...]) hvis godn- ingsværdi væsenligst skyldes dets indhold af kvælstof, kali og fosfors- yre', þá þegar hafa verið í notkun í Danmörku (sbr. ODS), en hinsvegar er elsta dæmið um samsetta orðiðfiskeguano, 'godningsstof, indvundet af fiskeaffald', frá árunum 1909 til 1914, en það kemur fyrst fyrir í Landbrugets Ordbog (sbr. ODS). Norska orðabókin Bokmalsordboka skilgreinir guano sem 'fugle- gjodsel og fiskerester som samler seg i regnfattige strok, særlig pá vestkysten av Sor-Amerika.' Samsetta orðið fiskeguano 'gjodning av fiskeavfall' hefur einnig fest sig í sessi í norsku (Norsk riksnidlsordbok 1983). Ekki hafa verið tök á að tímasetja orðið í málinu. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989) telur líklegt að orðið gúanó sé komið inn í íslensku í gegnum norsku eða dönsku en heimild elsta dæmis er frá árinu 1859; þar segir að „þegar menn tóku fyrst eptir að fara að safna gúanó, tóku menn sjófugladrit" (ROH). Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans hefur tökuorðið ýmist verið ritað guano, guanó eða gúano, en núverandi ritháttur þess er gúanó. Orðið, sem er hvorugkyns nafnorð, þýðir samkvæmt Islenskri orðabók 'fugla- drit notað til áburðar' og 'áburðarmjöl unnið úr fiskúrgangi (einkum á síldarárum 20. aldar)', en það hefur einnig þá óformlegu merkingu að vera 'fiskúrgangur í geymslu í þró' (ÍO 2002). íslenska alfræðiorðabókin (1990:555) kemur hinsvegar með þá útskýringu að hér sé um fiskúr- gang að ræða sem 'áburður, lýsi og fóðurmjöl er unnið úr'. Allmörg samsett orð hafa orðið til þar sem tökuorðið myndar for- liðinn. í íslensku eru þau á annan tug samkvæmt Ritmálsskrá Orða- bókar Háskólans (ROH) og mörg þeirra eru býsna áhugaverð eins og til dæmis gúanórokk og gúanóskdld, gúanókóngur og gúanómeistari. Bar- átta farandverkamanna fyrir betri kjörum og bættum aðbúnaði gat af sér gúanóskáldin, gúanótextana og gúanórokkið í lok áttunda og byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Árni Óskarsson segir að „það sem ger- ir gúanórokkið að séríslensku fyrirbæri og greinir það jafnframt frá annarri íslenskri rokktónlist er textagerðin, sem sprottin er beint upp úr daglegum veruleika verkafólks í sjávarútvegi" og að eðlilega hafi fyrirbærið fengið þetta heiti þar sem „gúanóið gegnsýrir jú allt okkar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.