Orð og tunga - 01.06.2005, Side 91

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 91
Jón Axel Harðcirson: Hví var orðið guð upphaflega hvorugkynsorð? 89 í fleirtölu.27 Fáeinar undantekningar koma fyrir í mýtískum kvæðum og í Snorra-Eddu og er þá eintalan notuð jafnt um kvenkyns- sem karl- kynsgoðverur. Af notkun orðsins í norrænni goðafræði má draga þá ályktun að fleirtala þess sé eldri og upprunalegri. Þessa skoðun styrkja önnur orð sem notuð eru um guðina í eddukvæðum og dróttkvæðum, en þau eru bpnd, hgpt og regin (með hliðarmyndinni rQgn), allt orð sem í þessu merkingarhlutverki eru aðeins notuð í fleirtölu. Baetke lítur svo á að fleirtala umræddra orða gegni í raun ekki hlutverki eiginlegrar fleirtölu, heldur hlutverki safnheita, sem tákni guðlegar verur í heild sinni.28 Hér er Baetke vissulega á réttri leið, en athuganir hans skýra þó aðeins hluta vandamálsins. Hafa verð- ur í huga að það er ákveðinn munur á orðmyndunum bQnd, hQpt og regin annars vegar og goð hins vegar. Þær fyrrnefndu eru reglulegar fleirtölumyndir hvorugkynsorða sem hafa í raun allt annað merking- arhlutverk en að tákna guðlegar verur, sbr. eintölumyndirnar band og haft 'band, fjötur'; orðið regin kemur að vísu ekki fyrir sem eintölu- orð í norrænu, en er upphaflega fleirtala hvorugkynsorðs sem merkti 'ákvörðun', sbr. gotn. ragin 'ráð, ákvörðun'.29 Fleirtala þessara hvor- ugkynsorða var því notuð í yfirfærðri merkingu, er hún táknaði hin bindandi, tengjandi og ráðandi goðmögn. Orðið um „guð" er hins vegar, eins og fram hefur komið, upphaf- lega lýsingarháttur þátíðar og táknar goðveru sem færð er dreypifórn; síðar var þessi lýsingarháttur nafngerður og merking hans víkkaði, þ.e. breyttist í 'guðleg vera'. Á forgermönskum tíma var stofn orðsins *ghu-tó- og var hann notaður um karlkenndar goðverur. Kyn hans var karlkyn.30 Hann tók venjulegri tölubeygingu, þ.e. beygðist í eintölu, tvítölu og fleirtölu. Við þetta bættist sá möguleiki að leiða af stofnin- um safnheiti sem táknaði guðlegar verur í heild sinni. Þetta safnheiti hafði myndina *ghu-tdfi2 og samsvaraði formlega hvorugkyni fleir- tölu. Ástæðan er sú að hvorugkyn fleirtölu er sjálft upphaflega safn- heiti. Myndun slíkra safnheita var orðmyndunarleg, ekki beygingar- leg.31 Því var hægt að mynda þau jafnt af karlkynsorðum sem hvorug- 27Baetke 1973. 28Baetke 1973: 134. 29Um uppruna orðsins sjá Jón Axel Harðarson 2002: 46. 30Svo lengi sem umrætt orð gegndi hlutverki lýsingarháttar þátíðar tók það kyn- beygingu. Þannig hefur það verið notað í kvenkynsmyndinni *gh u-táh?-, er það vísaði til kvenkenndrar goðveru sem færð var dreypifóm. 31Sbr. Jón Axel Harðarson 1987: 77-88.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.