Orð og tunga - 01.06.2005, Page 109

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 109
107 Margrét Jónsdóttir: Um væða og væðingu 3.8 Aldursdreifing og orðmyndun Margt fróðlegt má lesa úr framkomnum upplýsingum. Fyrst skal nefna Blöndalsviðbætinn (1963) og fyrstu útgáfu ÍO (1963), sbr. 2.3. Þar er að finna dæmi um sögn með væða í seinni lið. Segja má að útgáfur ÍO endurspegli ákveðna þróun. í þeim öllum er væða sérstök fletta. í fyrstu útgáfunni er sagt að notkunin tengist ýmsum samsetningum en í þriðju er orðalagið þrengra og sagt að sögnin sé einkum notuð í samsetningum. Þó er væða áfram fletta og ekkert gefið til kynna annað en að sögnin sé í fullri notkun. Það má e.t.v. ráða af dæmunum í (3). Ýmislegt mælir þó gegn því þegar grannt er skoðað, t.d. eru þau flest lýsingarorð/lýsingarhættir. Og af dæmunum í ritmálssafni OH í (2) er ekki að sjá að væða sé mikið notuð ein og sér þótt dæmin séu ellefu og þau nái yfir um a.m.k. fimmtíu ára tímabil. Ekkert dæmi er frá síðasta þriðjungi síðustu aldar. Samsetningum fer mjög fjölgandi eftir því sem líður á tuttugustu öldina, sbr. (14) og (15) í 3.4. Sömu þróun og hér hefur verið lýst má sjá hjá nafnorðunum, sbr. 3.5. í orðmyndunarfræði er gerður munur á lærðri og virkri orðmynd- un, sbr. Eirík Rögnvaldsson (1990:26 og vísanir frá honum). Vel er hugsanlegt að orð með væða/væðing að seinni lið hafi upphaflega orðið til við lærða orðmyndun; til þess bendir sögnin sjálf og notkun henn- ar sjálfstæðrar, sbr. (2-3), svo og dæmin um hana og nafnorðið í sam- setningum, einkum frá miðri síðustu öld. I mjög mörgum tilvikum er líka verið að þýða erlend hugtök eins og rætt verður í 4.3. En sé þetta rétt hefur skeið lærðrar samsetningar liðið fljótt; það votta t.d. yngstu dæmin, sbr. (16). í þessu sambandi er líka vert að líta á orð Jóns Aðalsteins Jónssonar (1960) sem vitnað var til í (7) þar sem hann segir beinlínis að orð eins og iðnvæðing og rafvæðing séu notuð af al- menningi enda þótt ekki séu þau viðurkennd af fræðimönnum. Og með orðum sínum um að í Tækniorðasafninu eigi (líka) að vera orð sem almenningur notar enda sé safnið „ekki nýyrðasafn á vegum orðabók- amefndar" gerir Jón Aðalsteinn í raun og vem mun á lærðri og virkri orðmyndun. 3.9 Samantekt Þessi kafli var að miklu leyti helgaður aldursdreifingu sagna/nafn- orða sem hafa væða eða væðing að seinni/síðasta lið. Það er ekki aðeins að orðin og aldursdreifingin veiti orðfræðilegar upplýsingar heldur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.