Orð og tunga - 01.06.2005, Page 109
107
Margrét Jónsdóttir: Um væða og væðingu
3.8 Aldursdreifing og orðmyndun
Margt fróðlegt má lesa úr framkomnum upplýsingum. Fyrst skal
nefna Blöndalsviðbætinn (1963) og fyrstu útgáfu ÍO (1963), sbr. 2.3. Þar
er að finna dæmi um sögn með væða í seinni lið. Segja má að útgáfur
ÍO endurspegli ákveðna þróun. í þeim öllum er væða sérstök fletta. í
fyrstu útgáfunni er sagt að notkunin tengist ýmsum samsetningum
en í þriðju er orðalagið þrengra og sagt að sögnin sé einkum notuð í
samsetningum. Þó er væða áfram fletta og ekkert gefið til kynna annað
en að sögnin sé í fullri notkun. Það má e.t.v. ráða af dæmunum í (3).
Ýmislegt mælir þó gegn því þegar grannt er skoðað, t.d. eru þau flest
lýsingarorð/lýsingarhættir. Og af dæmunum í ritmálssafni OH í (2) er
ekki að sjá að væða sé mikið notuð ein og sér þótt dæmin séu ellefu og
þau nái yfir um a.m.k. fimmtíu ára tímabil. Ekkert dæmi er frá síðasta
þriðjungi síðustu aldar. Samsetningum fer mjög fjölgandi eftir því sem
líður á tuttugustu öldina, sbr. (14) og (15) í 3.4. Sömu þróun og hér
hefur verið lýst má sjá hjá nafnorðunum, sbr. 3.5.
í orðmyndunarfræði er gerður munur á lærðri og virkri orðmynd-
un, sbr. Eirík Rögnvaldsson (1990:26 og vísanir frá honum). Vel er
hugsanlegt að orð með væða/væðing að seinni lið hafi upphaflega orðið
til við lærða orðmyndun; til þess bendir sögnin sjálf og notkun henn-
ar sjálfstæðrar, sbr. (2-3), svo og dæmin um hana og nafnorðið í sam-
setningum, einkum frá miðri síðustu öld. I mjög mörgum tilvikum
er líka verið að þýða erlend hugtök eins og rætt verður í 4.3. En sé
þetta rétt hefur skeið lærðrar samsetningar liðið fljótt; það votta t.d.
yngstu dæmin, sbr. (16). í þessu sambandi er líka vert að líta á orð
Jóns Aðalsteins Jónssonar (1960) sem vitnað var til í (7) þar sem hann
segir beinlínis að orð eins og iðnvæðing og rafvæðing séu notuð af al-
menningi enda þótt ekki séu þau viðurkennd af fræðimönnum. Og
með orðum sínum um að í Tækniorðasafninu eigi (líka) að vera orð sem
almenningur notar enda sé safnið „ekki nýyrðasafn á vegum orðabók-
amefndar" gerir Jón Aðalsteinn í raun og vem mun á lærðri og virkri
orðmyndun.
3.9 Samantekt
Þessi kafli var að miklu leyti helgaður aldursdreifingu sagna/nafn-
orða sem hafa væða eða væðing að seinni/síðasta lið. Það er ekki aðeins
að orðin og aldursdreifingin veiti orðfræðilegar upplýsingar heldur