Orð og tunga - 01.06.2005, Page 115

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 115
Margrét Jónsdóttir: Um væða og væðingu 113 5 Hlutverk væða í samsetningum 5.1 Myndun sagna með væða að seinni/síðasta lið í 2.3 var því haldið fram að merking sagnarinnar hervæða í fornu máli benti til þess að sögnin væri nafndregin: herváð(ir) > hervæða. Sú skýr- ing er söguleg og byggist á því að sögnin varðveitir merkingu nafn- orðsins. Því er eðlilegt að spurt sé hvernig líta eigi á þær fjölmörgu sagnir sem hafa væða að seinni/síðasta lið þar sem varla er hægt að gera ráð fyrir að þær séu nafndregnar í sama skilningi. Þetta eru þær sagnir sem hafa væða í breyttri merkingu frá þeirri upphaflegu sem var 'klæða, færa í föt', sbr. 2.2. Hún kemur hvergi við sögu í samsetn- ingum, ekki heldur í hervæða. Tvær leiðir koma til greina. Önnur leiðin felst í setningarlegri samsetningu. Hin felst í því að greina væða sem viðskeyti. Báðar leiðimar kalla á að tekin sé afstaða til þess hvemig greina eigi væða: Sú fyrri að væða sé sjálfstæð sögn í frjálsri dreifingu en hin síðari að væða sé það ekki. 5.2 væða-sagnir myndaðar með innlimun Með setningarlegri samsetningu gerir Baker (1988:76-146, 229-304) ráð fyrir því að andlagsrökliður eða forsetningarliður (sem gegndi hlutverki rökliðar) sameinist sögninni með færslu; þannig verði væða höfuð samsetningarinnar. Aðferðin felst því í innlimun. Jafnframt má þá gera ráð fyrir því að innlimunaraðferðin með væða sé svo virk að sögnin gangi alltaf inn í samsetningar og það sé ástæðan fyrir því að hún kemur nánast aldrei fyrir ein og sér. Ennfremur heldur væða í samsetningunni sagneinkennum sínum, er t.d. áfram áhrifssögn. Það veldur hins vegar ákveðnum vandkvæðum að væða kemur lítt fyrir ein og sér (ekki fremur en væðing) og því verður að líta svo á að hún hafi misst mikilvægan þátt sem einkenni sjálfstætt orð. Grunnmerk- ing væða sem sjálfstæðrar sagnar, þ.e. 'klæða, færa í föt' kann líka að skipta máli; þá merkingu er ekki að finna í samsetningum nema sem yfirfærða. Það vegur þó á móti að fleiri dæmi eru til um væðast og bera þau með sér að germynd er forsenda miðmyndarinnar, sbr. 2.2. í ensku gegna svokallaðar viðskeyttar léttar sagnir (e. affixial light verbs) sérstöku hlutverki. Samkvæmt Radford (1997:264) eru slíkar sagnir áhrifssagnir og með orsakarmerkingu; þær tengjast alltaf nafnorði, lýsingarorði eða sögn með setningarlegri innlimun. Sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.