Orð og tunga - 01.06.2005, Page 116

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 116
114 Orð og tunga dæmi um viðskeyttar léttar sagnir nefnir Radford -en í sadden og -0 í roll í áhrifsmerkingu. A hinn bóginn verður það að viðurkennast að viðskeyttar léttar sagnir teljast vart til sagna í hefðbundnum skilningi. Því verður að teljast hæpið að greina væða sem eina slíka. Ymsir vankantar eru þess vegna á því að fylgja þeim leiðum sem hér hefur verið lýst, bæði formlegs eðlis og merkingarlegs. Ekki er því óeðlilegt að leita annarra(r) leiða(r) til að skýra tilurð samsetninganna. 5.3 væða-sagnir myndaðar með viðskeyti Viðskeyti er jafnan greint sem svo að það sé eining sem aldrei komi fyrir sjálfstæð. Þess í stað er einingunni alltaf skeytt við rót orðs (sem jafnframt getur verið sjálfstæð); saman mynda rótin og viðskeytið stofn. Við stofninn bætast svo beygingarendingar. í svo til öllum til- vikum tengist væða forliðum sem eru sjálfstæð orð, sbr. 4.1. Fall forlið- arins skiptir heldur engu máli því eins og Þorsteinn G. Indriðason (1999:115) segir haga viðskeyti sér oft eins og stofnar að því leyti að geta tengst eignarfallsforliðum. Merking forliðanna er margvísleg og engu máli skiptir t.d. hvort orðið er hlutstætt eða ekki. Og í samsetn- ingunni skiptir merking fyrri liðarins höfuðmáli en væða sem langoft- ast merkir 'búa, útbúa, gæða' býr til orsökina ef svo má að orði kom- ast. Ein ástæða þess að vænlegt geti verið að greina væða í samsetning- um sem viðskeyti er merkingarlegs eðlis. í því sambandi má vísa til þess sem fram kom í 4.2 um merkingarflokka tmffl-sagnanna en einnig til þess sem rætt var í 4.3 um samsvaranir við erlend viðskeyti. Stað- reyndin er sú að oft eru sagnirnar beinlínis myndaðar til að koma til skila merkingu tiltekins erlends orðs. Þessi röksemd dugir þó engan veginn til þess að greina væða sem viðskeyti. Spurningin er því aftur sú hvort hægt sé að líta á væða sem sjálfstæða sögn eða ekki. Sé hún ekki sjálfstæð mætti líta svo á að væða væri viðskeyti. Gustavs (1989:108) gerir ráð fyrir því að væða í samsetningum sé hálfviðskeyti (Halbsuffix). Hann gerir hins vegar ekki nægjanlega grein fyrir því hvers vegna hann kýs að tala svo. Af greininni má þó ráða að hann hefur tvennt í huga. Annars vegar er staða væða gangvart væðast, sbr. líka 2.2 þar sem fram kemur m.a. að hann efast um að væða sé til í germynd heldur einungis í miðmynd. Hins vegar er afstaða hans lituð af varkárni gagnvart þeirri nýbreytni að greina sögn sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.