Orð og tunga - 01.06.2005, Page 125

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 125
Umsagnir um bækur 123 arorði (4) en í ÍO er bara merkingarskýring (5): (4) sólríkur: lo hlíðin er mjög sólrík enda er hún gróðursæl; sólríkur staður, sól- rík sveit, sólrík íbúð, sólrík stofa; það er sólríkt <í íbúðinni> (5) sólríkur: sem nýtur mikillar sólar, með mikið sólskin Lýsingarorðið sólríkur er fyrst og fremst notað um staði sem liggja vel við sólskini eða tímabil þar sem sólin skín glatt (sbr. sólríkur dagur). Út frá lýsingunni í (5) er hins vegar útilokað að sjá hvers konar nafn- orð eru notuð með þessu lýsingarorði. Þannig mætti t.d. halda að sá sem liggur lengi í sólbaði væri sólríkur. Merkingarlýsingin í (5) hrekk- ur því mjög skammt en notkunardæmin í (4) eru betri að því leyti að þau sýna ágætlega hversu þröngt notkunarsvið orðsins raunverulega er. Auðvitað mætti laga skýringuna í (5) þannig að hún lýsti betur merkingu orðsins en það er samt allsendis óvíst að endurbætt skýring gæti komið algerlega í stað dæmanna í (4). Að sjálfsögðu eru ýmis takmörk fyrir því að hve miklu leyti hægt er að sýna merkingu orða með dæmum. Þetta gildir einkum um ým- iss konar nafnorð, t.d. orð sem tákna skyldleika. Sá sem fiettir upp á orðunum mágur og frændi í OS fær upplýsingar sem duga skammt til að ráða merkingu orðanna. í raun má segja að skyldleikaorð eigi lítið erindi í málnotkunarorðabók eins og OS og sum þessara orða eru ekki einu sinni sjálfstæðar flettur. Til dæmis verður að fletta upp á lýsingar- orðinu langur til að firtna orðin langafi og langamma og mágkona finnst bara undir mágur. 2.2 Fallstjóm Setningafræðilegum einkennum sagna, eins og t.d. fallstjórn, eru yfir- leitt gerð góð skil í OS. Þetta má sjá í sögnum sem stýra ýmist þolfalli eða þágufalli á andlagi í samræmi við merkingu (sbr. skjóta boltanum vs. skjótafuglinn). Með langflestum þessara sagna eru bæði föllin sýnd í OS, sbr. eftirfarandi sagnir: (6) ausa, grýta, hita, klappa, ljúga, moka, raka, skjóta, skola, þeyta og þurrka Þó er ekki sýnt þolfall með sögnunum hella, loka og klessa, sbr. dæmi eins og þau sem hér eru sýnd: (7) hella e-n fullan, klessa bílinn og loka e-n inni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.