Orð og tunga - 01.06.2005, Page 127

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 127
Umsagnir um bækur 125 en hef samt fundið ýmis dæmi um orð sem mér finnst að ættu að vera í bókinni en eru það ekki. Fyrst ber að nefna þá staðreynd, sem kemur fram í formála bókar- innar, að sagnir eru 21% af heildarfjölda flettiorðanna. Þetta er held- ur lágt hlutfall þegar þess er gætt að sagnir eru líklega bitastæðasti orðflokkurinn fyrir málnotkunarbók af því tagi sem OS er. Sagnir taka með sér ýmiss konar fylgiliði (frumlög, andlög, forsetningarliði o.s.frv.) og stýra mismunandi föllum og eru að því leyti miklu flóknari orð- flokkur en nafnorð sem taka sjaldnast með sér fylgiliði eða stýra föll- um. Það virðist líka nokkuð tilviljanakennt hvaða orð eru valin í bók- ina. Til dæmis eru í OS sagnirnar baula, gelta, jarma, mjálma og ýlfra, sem allar tákna dýrahljóð, en ekki sögnin hneggja. Þá er epli í OS en hvorki appelsína, banani eða sítróna og blak er í bókinni en hvorki badm- inton né tennis. Reyndar má segja að orð sem tákna ávexti eða íþróttir eigi ekkert erindi í OS þar sem þessi orð kalla miklu fremur á merk- ingarlýsingu en notkunardæmi. Mér finnst því að höfundur hefði mátt ganga lengra í þá átt að taka með þau orð sem eru áhugaverð að því er varðar málnotkun og sleppa orðum sem eru það ekki. 3 Orðaheimur Orðaheimur (hér eftir OH) er fyrsta íslenska hugtakaorðabókin sem komið hefur út. Bókin skiptist í tvo meginhluta. I fyrri hlutanum eru 840 hugtakaheiti og ýmiss konar orð og orðasambönd sem tengjast þessum heitum en í seinni hlutanum er skrá sem nær yfir orð og orða- sambönd í hugtakalýsingunni í fyrri hlutanum. Auk þess er ensk lyk- ilorðaskrá aftast sem á að hjálpa erlendum notendum bókarinnar að skilja íslensku hugtakaheitin. 3.1 Almenn atriði OH er augljóslega skyld OS. Framsetning dæma er með svipuðum hætti í báðum bókunum og áherslan er á málnotkun fremur en eigin- lega merkingarlýsingu. OH er því fyrst og fremst ætluð þeim sem eru að skrifa texta rétt eins og OS. Eins og fram kemur í formála bókar- irtnar er OH einnig ætlað að vega á móti OS með því að gera föstum orðasamböndum mun betri skil en þar er gert.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.