Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 133
Veturliði G. Óskarsson
Þrjú rit um áhrif enskrar tungu
á orðaforða 16 Evrópumála
Ritin þrjú sem hér verður fjallað um mynda í sameiningu eina heild
og eru afrakstur rannsóknarverkefnis um áhrif enskrar tungu á önnur
Evrópumál sem hófst árið 1993 eftir nokkurra ára undirbúningsstarf
og lauk með útkomu umræddra rita. Fyrir verkefninu stóð Manfred
Görlach, prófessor við háskólann í Köln, en yfir 20 aðrir sérfræðing-
ar komu að verkinu. Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins var að
gera grein fyrir enskum tökuorðum í 16 völdum tungumálum og birta
afrakstur þeirrar rartnsóknar í sérstakri orðabók. Sú bók kom út árið
2001. Tvö önnur rit fylgdu í kjölfar orðabókarinnar, annars vegar veg-
leg skrá um ritverk sem fjalla um ensk tökuorð í þeim tungumálum
sem rannsóknin tók til (2002) og hins vegar greinargott yfirlitsrit um
ensk áhrif í þessum tungumálum (2002; pappírskilja, óbreytt, 2004).
Tungumálin sem valin voru til umfjöllunar í rannsókninni voru
fjögur germönsk mál: íslenska, norska, hollenska og þýska; fjögur
slavnesk: rússneska, pólska, króatíska og búlgarska; fjögur rómönsk:
franska, spænska, ítalska og rúmenska; tvö finnsk-úgrísk: finnska og
ungverska; og loks albanska og gríska.
A Dictionary of European Anglicisms. A Usage Dictionary of
Anglicisms in Sixteen European Languages. Edited by Man-
fred Görlach. Oxford University Press, Oxford, New York
2001. ISBN 0-19-823519-4. xxv + 352 bls.
Þessari orðabók er, eins og fram kemur á bls. xvi í inngangi, ætlað
það hlutverk að skjalfesta ensk áhrif á orðaforða 16 Evrópumála fram
Orð og tunga 7 (2005), 131-136. © Orðabók Háskólans, Reykjavík.