Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 134

Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 134
132 Orð og tunga á miðjan 10. áratug 20. aldar, einkum orð sem tekin hafa verið upp í þessi tungumál eftir síðari heimsstyrjöld. Fyrir hinum íslenska efni- viði bókarinnar standa Guðrún Kvaran og Ásta Svavarsdóttir, Orða- bók Háskóla Islands. í bókinni er að finna um 1.500 orð og orðasambönd. Af orðum rit- stjóra (bls. xvii) má skilja að upphaflega hafi ætlunin verið að rannsaka „what anglicisms are shared by selected European languages" (bls. xvii). Síðar í formála kemur fram að orð hafi verið tekin með í bókina ef þau eru „recognizably English in form /... / in at least one of the languages tested" (bls. xviii). Þetta veldur því m.a. að greint er frá fjöl- mörgum orðum sem ekki er að finna sem tökuorð í íslensku og/eða einhverju öðru hinna 16 tungumála sem efni er sótt í; sem dæmi má nefna orðið building sem einungis er talið fullgilt tökuorð í frönsku, notkun þess sé takmörkuð í hollensku, spænsku, rúmensku og búl- görsku, en orðið sé ekki hluti af orðaforða hinna níu málanna (bls. 39, sbr. leiðbeiningar á bls. xx). Þeim sem til þekkja má vera ljóst að orð og orðasambönd ættuð úr ensku hljóta að vera fleiri en 1.500 í þessum 16 tungumálum, og fram kemur í formála að nauðsynlegt hafi verið að útiloka flest alþjóðleg orð af latneskum og grískum stofni, svo og ýmis orð úr öðrum mál- um sem borist hafa gegnum ensku, nöfn af ýmsu tagi (t.d. á stofn- unum) og mörg sérfræðiorð eða orð sem einkum tilheyra ákveðn- um þjóðfélagshópum eða menningarkimum (sjá bls. xviii-xix). Þessar takmarkanir draga vissulega nokkuð úr gildi bókarinnar sem yfirlits- rits en hafa eflaust verið nauðsynlegar til að tryggja útkomu henn- ar. Á bls. xix kemur fram að val á orðum hafi að nokkru leyti ver- ið huglægt og tilviljunarkennt. Einna mestum vanda hafi valdið orð sem væru „not known to the general educated reader", og er á það bent að kunnáttufólk um tölvufræði, viðskipti, ýmis tæknisvið, íþrótt- ir, popptónlist og heim eiturlyfja gætu bent á hundruð orða sem ekki væri að finna í bókinni. Smávægileg leit að fáeinum orðum sem tengj- ast rokk og djasstónlist virðist staðfesta þennan vanda: T.d. eru með orðin gig 'það að koma fram í eitt tiltekið skipti (á tónleikum, dans- leik)', grunge 'ákveðin tegund af rokktónlist' og n/f'stuttur endurtek- inn frasi', en ekki lick og phrase sem hafa svipaða merkingu og riff; öll þessi orð má telja talsvert sérfræðileg eða a.m.k. ekki hluta af orða- forða almennings og e.t.v. vafamál hvort þau sem tekin eru með hafi átt erindi í ritið umfram orð eins og t.d. save 'vista' (tölvumál) eða tee
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.