Orð og tunga - 01.06.2005, Page 136
134
Orð og tunga
þetta orð telst fullgilt tökuorð í hollensku, er til en notkun þess tak-
mörkuð í átta öðrum málum (þ. á m. íslensku) en þekkist ekki í sjö
málum (t.d. norsku). Upplýsingarnar um íslensku eru þessar: „[puple-
kum] N, mid20c (1 coll, you) < creat blöðrutyggjó, kúlutyggjó". Hér er
framburður sýndur, kyn kemur frarn (N), orðið mun vera frá miðri
20. öld (mid20c), notkun þess er takmörkuð (1 ... ), það er notað í
óformlegu tali (... coll ... ) ungmenna (... you[th] ... ) og það er
óalgengara (<) en nýyrðin (creat) tvö sem þarna eru nefnd (sjá skýr-
ingar á bls. xii-xiv og xxiii-xxv). Meðfylgjandi skýringartáknmynd
(sjá síðar) sýnir að orðið er „in restricted use" (sbr. skýringar á bls.
xx). Þær upplýsingar vantar þó, eins og í fyrra dæminu, að þetta orð
sé varla notað nú á dögum í íslensku og hafi ekki verið lengi, jafn-
vel áratugum saman. Einnig er ónákvæmt að leggja að jöfnu nýyrðin
tvö; hið fyrra er áreiðanlega sárasjaldgæft nú, ef það er þá notað yfir-
leitt.
Tæpast er við öðru að búast en að svipuð vandamál eigi við um
ýmis þau orð í öðrum tungumálum sem nefnd eru í bókinni og verður
það að teljast talsverður galli, sem fyrst og fremst hlýtur að skrifast á
innri byggingu flettugreina.
Á bls. xvi-xvii er gefinn ádráttur um nýja útgáfu að fáeinum ár-
um liðnum, sé vilji fyrir því, með viðbótum og samanburði á vexti
þess hluta orðaforða tungumálanna 16 sem á sér rætur í ensku. Þess er
óskandi að af þessu verði því verkið er góðra gjalda vert þótt hér hafi
verið fundið að nokkrum atriðum sem undirrituðum þykir að hefðu
mátt betur fara.
(í athugasemd á bls. vi í English in Europe (2004; sjá nr. 3 hér á eftir)
kemur fram að vinna við 2. útgáfu allra þeirra rita sem hér eru rædd
er hafin og er stefnt að útkomu 2008-2009).
An Annotated Bibliography ofEuropean Anglicisms. Edited by
Manfred Görlach. Oxford University Press, Oxford, New
York 2002. ISBN 0-19-924882-6. xi + 258 bls.
Bókin hefur að geyma 19 ritaskrár um rannsóknir sem varða tökuorð
úr ensku, 18 sem lúta að tungumálunum sem talin voru upp hér í inn-
gangi (fjallað er um króatísku og serbókróatísku í tveimur greinum,
og sérstök skrá er um katalónsku) og eina skrá um rit sem snerta á al-
mennum atriðum varðandi tengsl tungumála eða sem fjalla um fleiri