Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 7
7
GUÐBRANDUR ÞORKELL GUÐBRANDSSON
HELGI RAFN TRAUSTASON
KAUPFÉLAGSSTJÓRI
Maðurinn, ævin og störfin
____________
Inngangur
Kaupfélag Skagfirðinga var stofnað
23. apríl 1889 og fagnar því 120 ára
afmæli vorið 2009. Félagið hefur
lengst af í sögu sinni skipað mikil-
vægan sess í öllu athafnalífi Skaga-
fjarðar og verið traustur bakhjarl
búsetu og mannlífs í héraði. Stundum
hefur ekki blásið byrlega í rekstri,
eink um fyrstu árin, en segja má að frá
því að sr. Sigfús Jónsson tók við stjórn
fél agsins á árum fyrri heimsstyrjaldar
hafi einstakt lán fylgt félaginu hvað
varðar val á framkvæmdastjórum. Það
má öllum vera ljóst að við svo mikil
rekstrarumsvif, sem félagið hefur
löngum haft, skiptir höfuðmáli, að þar
sé vel á málum haldið. Félaginu hefur
líka haldist vel á þeim, sem til forystu
hafa verið valdir, því að sr. Sigfúsi
með töldum eru kaupfélagsstjórar á
þessu tímabili einungis sex talsins.
Það fylgir óhjákvæmilega svo um-
fangsmiklu starfi, sem hér um ræðir,
að þeir sem því gegna, setja svip sinn
og mark á samfélagið í ríkum mæli.
KS kemur víða við sögu og hefur mikil
áhrif á mannlíf allt og afkomu fólks í
Skagafirði, og því brýnt að sá sem situr
í sæti kaupfélagsstjóra hverju sinni sé
meðvitaður um þá ábyrgð, sem starf-
inu fylgir fyrir héraðið og héraðsbúa.
Í þessum þætti er meiningin að fjall a
nokkuð um einn þessara manna, sem
þrátt fyrir að hafa ekki notið langrar
starfsævi, setti mjög mark sitt á upp-
byggingu félagsins og rekstrarfyrir-
komulag og lagaði það að viðskipta-
háttum og samfélagi síns tíma. Hér
verður því reynt að bregða nokkru
ljósi á Helga Rafn Traustason, sem
gegndi starfi kaupfélagsstjóra KS frá
miðju ári 1972 til dauðadags undir
lok ársins 1981.
Ætt og uppruni
Helgi Rafn var fæddur að Vatneyri við
Patreksfjörð 18. apríl 1937. Móðir
hans var Rannveig Lilja Jónsdóttir, og
voru foreldrar hennar þau Jón Indriða-
son skósmiður frá Patreksfirði og
Jónína Guðrún Jónsdóttir. Faðir Helg a
Rafns var Trausti Jóelsson vélstjóri;
foreldrar hans hétu (Jón) Jóel Einars-
son og Kristín Aradóttir. Þau Rann-
veig Lilja og Trausti höfðu áður átt
soninn Rafn Reyni, sem fæddur var 8.