Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 9
9
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
enn hjá kaupfélaginu á staðnum. Þar
næsta vetur bauð önnur móðursystir
hans, Þorgerður Hörgdal á Akureyri,
honum að vera hjá sér og stunda nám
við Gagnfræðaskólann á Akureyri, og
næsta sumar dvaldi hann í síðasta
skipti sumarlangt á Patreksfirði hjá
móðurforeldrum sínum. Næsta vetur
var hann svo með Mörtu frænku sinni
og gekk í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar. Um vorið réðst hann til starfa
hjá Fjármáladeild Sambands íslenskra
samvinnufélaga, en þar var þá forstöðu-
maður Einar Jónsson, sem margir
rosknir samvinnumenn munu kannast
við. Þar var þá við störf ung og glæsi-
leg stúlka, Inga Valdís Tómasdóttir
að nafni. Mun þessu unga fólki strax
hafa litist vel hvoru á annað og það
svo, að leiðir þeirra skildu ekki upp frá
því, allt til þess að Helgi Rafn féll
frá.
Margur unglingurinn myndi hafa
brotnað saman og villst á refilstigum
lífsins við þær aðstæður, sem örlögin
bjuggu Helga Rafni. En í honum var
traustur efniviður og mótlætið efldi
hann til dáða. Hann var ráðinn í því að
standa sig í lífinu og byggja sér og
sín um eins trausta framtíð og unnt
væri. Honum varð ljóst þetta sumar
sem hann starfaði hjá Fjármáladeild-
inni, að vísasti vegurinn til að ná
árangr i í lífinu væri að mennta sig. Af
augljósum ástæðum leyfði fjárhagur
hans ekki að hann legði í lang-
skólanám. Ekki mun þó hafa staðið á
því að ættmenn hans vildu ekki styðja
þennan harðduglega efnispilt, heldur
mun það fyrst og fremst hafa verið
keppikefli hans og metnaður að bjarga
sér sjálfur og sjá sér farborða með eigin
aflafé. Vitað er að frændur hans og
hollvinir munu hafa boðið honum að-
stoð sína. Má nefna þar móðurbræður
hans, skáldið Jón úr Vör og ekki síst
Hafliða Jónsson, sem síðar var um
árabil garðyrkjustjóri Reykjavíkur-
borgar. Var einstaklega kært milli
þeirra frænda meðan báðir lifðu.
Í Sambandshúsinu var starfræktur
Samvinnuskólinn, en um þessar
mund ir var raunar verið að byggja hús
yfir starfsemi hans í hrauninu við
Hreðavatn. Var veturinn 1954 til
1955 sá síðasti, sem skólinn starfaði í
Reykjavík og jafnframt síðasta skóla-
stjórnarár Jónasar Jónssonar, sem
kennd ur var við Hriflu í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Sá Helgi Rafn fram á að
geta þarna náð sér í hagnýta menntun
á tiltölulega skömmum tíma, án þess
að þurfa að leita eftir fjárhagslegum
stuðningi annarra. Sótti hann því um
skólavist og vafalaust hafa yfirmenn
hans í Sambandinu lagt þessum unga
efnispilti gott orð, þótt hann hafi
áreiðanlega ekki leitað eftir slíkri
liðveislu. Til að leysa fjármál sín
meðan á náminu stóð, tók hann m.a.
að sér daglegar ræstingar skólans yfir
veturinn. En um miðjan mars var hon-
Nýleg loftmynd af Patreksfirði.