Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 9

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 9
9 HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI enn hjá kaupfélaginu á staðnum. Þar næsta vetur bauð önnur móðursystir hans, Þorgerður Hörgdal á Akureyri, honum að vera hjá sér og stunda nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri, og næsta sumar dvaldi hann í síðasta skipti sumarlangt á Patreksfirði hjá móðurforeldrum sínum. Næsta vetur var hann svo með Mörtu frænku sinni og gekk í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Um vorið réðst hann til starfa hjá Fjármáladeild Sambands íslenskra samvinnufélaga, en þar var þá forstöðu- maður Einar Jónsson, sem margir rosknir samvinnumenn munu kannast við. Þar var þá við störf ung og glæsi- leg stúlka, Inga Valdís Tómasdóttir að nafni. Mun þessu unga fólki strax hafa litist vel hvoru á annað og það svo, að leiðir þeirra skildu ekki upp frá því, allt til þess að Helgi Rafn féll frá. Margur unglingurinn myndi hafa brotnað saman og villst á refilstigum lífsins við þær aðstæður, sem örlögin bjuggu Helga Rafni. En í honum var traustur efniviður og mótlætið efldi hann til dáða. Hann var ráðinn í því að standa sig í lífinu og byggja sér og sín um eins trausta framtíð og unnt væri. Honum varð ljóst þetta sumar sem hann starfaði hjá Fjármáladeild- inni, að vísasti vegurinn til að ná árangr i í lífinu væri að mennta sig. Af augljósum ástæðum leyfði fjárhagur hans ekki að hann legði í lang- skólanám. Ekki mun þó hafa staðið á því að ættmenn hans vildu ekki styðja þennan harðduglega efnispilt, heldur mun það fyrst og fremst hafa verið keppikefli hans og metnaður að bjarga sér sjálfur og sjá sér farborða með eigin aflafé. Vitað er að frændur hans og hollvinir munu hafa boðið honum að- stoð sína. Má nefna þar móðurbræður hans, skáldið Jón úr Vör og ekki síst Hafliða Jónsson, sem síðar var um árabil garðyrkjustjóri Reykjavíkur- borgar. Var einstaklega kært milli þeirra frænda meðan báðir lifðu. Í Sambandshúsinu var starfræktur Samvinnuskólinn, en um þessar mund ir var raunar verið að byggja hús yfir starfsemi hans í hrauninu við Hreðavatn. Var veturinn 1954 til 1955 sá síðasti, sem skólinn starfaði í Reykjavík og jafnframt síðasta skóla- stjórnarár Jónasar Jónssonar, sem kennd ur var við Hriflu í Suður-Þing- eyjarsýslu. Sá Helgi Rafn fram á að geta þarna náð sér í hagnýta menntun á tiltölulega skömmum tíma, án þess að þurfa að leita eftir fjárhagslegum stuðningi annarra. Sótti hann því um skólavist og vafalaust hafa yfirmenn hans í Sambandinu lagt þessum unga efnispilti gott orð, þótt hann hafi áreiðanlega ekki leitað eftir slíkri liðveislu. Til að leysa fjármál sín meðan á náminu stóð, tók hann m.a. að sér daglegar ræstingar skólans yfir veturinn. En um miðjan mars var hon- Nýleg loftmynd af Patreksfirði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.