Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 10
10
SKAGFIRÐINGABÓK
um boðið starf hjá Samvinnutrygg-
ingum g.t. og varð úr, að hann hóf þar
störf, en hélt samhliða áfram námi það
sem eftir lifði námsársins. Varð allt
þetta vinnuálag þó ekki til að hindra
að hann næði að ljúka prófi með af-
bragðs árangri um vorið. Má því ljóst
vera að strax sem unglingur hafi Helgi
Rafn verið búinn að þroska með sér þá
vinnusemi og ráðdeild, sem einkenndi
hann alla tíð.
Hjá Samvinnutryggingum starfaði
Helgi Rafn fyrst í Sjódeild en síðar í
aðalbókhaldi fyrirtækisins og gat sér
gott orð sem starfsmaður. Á árinu
1957 settu þau Inga Valdís saman
heimili sitt að Hlunnavogi 10 í
Reykja vík, sem þau festu kaup á. Þau
eignuðust fyrsta barnið, Trausta Jóel,
21. október 1958. Trausti er nú skrif-
stofustjóri Steinullar hf. á Sauðár króki.
Ekki var þar látið staðar numið, því
þann 6. mars 1960 fæddist svo dóttir-
in Rannveig Lilja, nuddfræðingur,
sem nú rekur sitt eigið fyrirtæki,
Nudd- og stratastofuna á Sauðárkróki,
samhliða húsmóðurstörfum.
Helgi Rafn varð snemma áhuga-
maður um íþróttir og hóf þátttöku í
frjálsíþróttastarfi með KR í Reykja-
vík. Hann varð fljótt sterkbyggður og
vel að manni, samhliða því að vera
létt ur á sér og lipur í hreyfingum.
Snemma fékk hann þó mikinn áhuga á
körfubolta, sem þá var að ryðja sér til
rúms hér á landi, og var félagi í KFR
– Körfuknattleiksfélagi Reykjavíkur,
sem var þá sérstakt félag. Átti körfu-
boltinn eftir að fylgja honum nánast
til endadægurs. Hann var einnig
virkur þátttakandi í því öfluga félags-
starfi, sem var meðal starfsfólks Sam-
vinnutrygginga.
Leiðin liggur norður í Fljót
Skömmu eftir að þeim hjónum hafði
fæðst dóttirin Rannveig Lilja, kom
Erlendur Einarsson, forstjóri Sam-
bandsins, að máli við Helga Rafn og
Helgi Rafn í
ræðustóli á 90 ára
afmæli KS 1979.
Ljósmynd:
Stefán Pedersen.