Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 11
11
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
sagði honum að við lítið kaupfélag úti
á landi stæði svo á, að þar myndi vanta
kaupfélagsstjóra um vorið, því þáver-
andi kaupfélagsstjóri væri að hætta
störfum. Í ljós kom að hér var um að
ræða Samvinnufélag Fljótamanna í
Haga nesvík. Þar hafði verið við stjórn
roskinn maður, Salomon Einarsson,
sem væri staðráðinn í að hætta störf-
um og þarna vantaði röskan mann til
að taka við. Vafalaust hefur þetta
tilboð um starf komið flatt upp á ungu
hjónin og þau þurft að ræða málið
tals vert.
Á þessum árum voru samgöngur
með allt öðrum hætti en nú er, að því
viðbættu, að vetur voru til muna snjó-
þyngri en nú þekkist og aðdrættir og
öll þjónusta líkari því sem verið hafði
um aldir í afskekktum sveitum. Voru
þó mörg þægindi að koma til skjal-
anna, svo sem samveiturafmagn og
fleira. Hefur þetta því áreiðanlega ver-
ið talsvert umhugsunarefni, hvort þau
ættu að yfirgefa þægindi höfuðborgar-
innar og flytja til Haganesvíkur. Stað-
urinn var þá í raun miklum mun af-
skekktari en er í dag og vegasamband,
svo dæmi sé tekið, varla komið á. En
niðurstaðan varð að lokum sú, að
Helg i Rafn tók starfið að sér og flutt-
ist hann fyrst einn norður í júnímánuði
1960. Þegar kom fram í júlí flutti
Tóm as Sigvaldason, faðir Ingu Val-
dísar, hana, börnin og búslóðina
norður í Haganesvík. Til að gera sam-
tímanum einhverja grein fyrir því
hvað ferðalög voru meira fyrirtæki þá
en nú, má geta þess, að ferðalagið
norður tók 13 klukkutíma og þótti
ganga vel.
Samvinnufélag Fljótamanna átti,
þegar þetta var, bústað fyrir kaup-
félagsstjóra í Haganesvík. Nefndist
það hús Samtún og stendur enn. Hafði
húsið verið lagfært mikið um það leyti
Verslunarhús Samvinnufélags
Fljótamanna. Í baksýn er
Flókadalur, Barðshyrna til vinstri.
Ljósm.: Helgi Rafn Traustason.
Samtún nýlega byggt, íbúðarhús
kaupfélagsstjóranna í Haganesvík.
Ljósm.: Helgi Rafn Traustason.