Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 15
15
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
leiksýningu í Sæluviku, í uppfærslu
Kvenfélags Sauðárkróks á leikritinu
Delerium Bú bónis. Um það leyti sem
þau hjónin fluttust til Sauðárkróks
stofnuðu allmargir í hópi þeirra sem
voru um svifamestir í athafna- og fé-
lagslífi á staðnum, Lionsklúbb. Var
Helgi Rafn í þeim vaska hópi og tók
virkan þátt í að efla og móta klúbbinn,
sem enn starfar með miklum glæsi-
brag. Helgi tók fljótlega þátt í safn-
aðarstarfi á Sauðárkróki og frá árinu
1972 til dauðadags var hann formað-
ur sóknar nefndar Sauðárkrókskirkju.
Hann var einnig í stjórn félagsheimilis-
ins Bif rastar um skeið og um árabil
formaður stjórnar Rafveitu Sauðár-
króks. Var ná in vinátta og samstarf
með honum og Adolf Björnssyni, raf-
veitustjóra og voru þeir samtaka og
samstiga um að byggja upp sterkt
orkudreifingarkerfi á vegum veit-
unnar. Er þá ónefnd sú fyrirhöfn, sem
þeir lögðu á sig til að fá að byggja upp
orkuvinnslu á vegum veitunnar, sem
þó tókst ekki þrátt fyrir vandaða und-
irbúningsvinnu. Fjölda annarra trún-
aðar starfa gegndi Helgi Rafn þau ár
sem hann átti eftir að fá að lifa og
starf a, en hér verður látið staðar numið
í þeirri upptaln ingu, að frátöldum
störfum á vegum samvinnuhreyfing-
arinnar sem síðar verður greint frá. Þó
verður ekki und an því vikist að minn-
ast á það mikla starf sem hann og fleiri
inntu af hönd um varðandi hátíðahöld
á Sauðár króki árið 1971 og tengdust
annars vegar 100 ára kaupstaðar -
afmæli Sauð árkróks og hins vegar
Landsmóti UMFÍ, sem haldið var um
Fyrsti fundur sláturhúsráðs KS. Frá vinstri: Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri og
formaður sláturhúsráðs, Leifur Þórarinsson í Keldudal sláturhúsráðsmaður, Sigurjón
Gestsson sláturhússtjóri, Steingrímur Vilhjálmsson Laufhóli, sláturhúsráðsmaður og
Úlfar Sveinsson á Ingveldarstöðum, sláturhúsráðsmaður.
Ljósm.: Stefán Pedersen.