Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 16
16
SKAGFIRÐINGABÓK
sama leyti. Helgi Rafn kom að báðum
þessum þáttum hátíðahaldanna, því
hann sat bæði í landsmótsnefnd og var
þess utan formaður afmælishátíðar-
nefndar innar, sem ski p u lagði hvernig
100 ára afmælis kaupstaðarins var
minnst. Það þótti henta að hátíðahöld
vegna afmælisins fléttuðust saman við
lands mótið og þar með væri hægt að
láta þetta styðja hvort annað og auka
að sókn að báðum þáttum. Starfsorka
Helga Rafns var ótrúleg og því skal til
skila haldið, að samhliða þessu sinnti
hann gríðarlega ábyrgðarmiklu og
anna sömu starfi, enda fluttist þungi
og ábyrgð á daglegum rekstri Kaup-
félags Skagfirðinga af stöðugt meiri
þunga yfir á hans herðar.
Aðstoðarkaupfélagsstjóri á Sauðárkróki
Eins og fyrr er frá greint, var Sveinn
kaupfélagsstjóri farinn að kenna
heilsu brests og leiddi það m.a. til þess
að stjórnin veitti honum nokkurra
mánaða leyfi frá störfum til að leita sér
lækninga. Var Sveinn meðal annars
um skeið á heilsuhælinu að Skodsborg
í Danmörku og fékk talsverða bót á
heilsu sinni. Á meðan gegndi Helgi
Rafn störfum beggja og var þungur
róður í efnahagsmálum þjóðarinnar
um þetta leyti. Síldarstofninn hrundi,
eins og marga rekur minni til, mikill
aflasamdráttur varð að öðru leyti, at-
vinnuleysi verulegt og mátti kalla
hrun á öllum sviðum atvinnulífs, enda
þjóðin þá langt um of háð fiskveiðum
og útgerð. Sannaðist þá sem oftar að
ekki er hyggilegt að hafa öll eggin í
sömu körfunni.
En hjá Kaupfélagi Skagfirðinga var
ekki setið auðum höndum þrátt fyrir
þetta. Landbúnaðurinn vó á þessum
árum þyngst í umsvifum félagsins, en
á árinu 1967, þegar samdrátturinn
varð sem mestur í atvinnulífinu,
ákváðu ungir og röskir menn í at-
vinnulífi og sveitarstjórnarmálum á
Sauð árkróki, að nauðsynlegt væri að
auka fjölbreytni í atvinnulífi og ekki
síst auka atvinnuframboð yfir vet-
urinn. Fyrir forgöngu þessara manna
var stofnað á Sauðárkróki fyrirtæki að
Verslunarhús við
Suðurbraut á
Hofsósi sem
KASH byggði í
kaupfélagsstjóratíð
Geirmundar
Jónssonar.
Nú útibú KS.
Eig.: KS.