Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 18
18
SKAGFIRÐINGABÓK
aðarvara. Á Sauðárkróki hafði lengi
verið sinnt sauðfjárslátrun á vegum
KS og á fyrstu kaupfélagsstjóraárum
Sveins Guðmundssonar var byggt nýtt
og vandað sláturhús á Eyrinni svoköll-
uðu, ásamt sambyggðu frystihúsi, og
samhliða því aðstaða fyrir fiskvinnslu
á vegum Fiskiðju Sauðárkróks hf. sem
stofnuð var á Þorláksmessu 1955.
Þett a sláturhús var barn síns tíma og
afkastageta þess takmörkuð. Undir
lok sjöunda áratugarins var ljóst, að til
að auka afköst, hagkvæmni og mæta
öðrum og vaxandi kröfum til sauðfjár-
slátrunar, yrði ekki hjá því komist að
breyta allri vinnslutækni við sauðfjár-
slátrunina. Var m.a. fyrir forgöngu
opinberra aðila og samtaka land-
búnaðarins sett á stofn nefnd, sem
kynnti sér þróun í sauðfjárslátrun er-
lendis, einkum þó á Nýja-Sjálandi,
því þar hafa menn löngum verið í
farar broddi á þessu sviði, enda sauðfjár-
rækt þar einna umfangsmest í heim-
inum. Var að forgöngu nefndar þessar-
ar byggt sérstakt tilraunasláturhús í
Borg arnesi, að mestu fjármagnað með
styrkjum frá hinu opinbera. Var þar
sett upp færikeðjukerfi að nýsjálenskri
fyrirmynd og þrátt fyrir ýmsa byrj-
unar örðugleika var ljóst, að með þess-
um vinnsluháttum mátti stórauka af-
köst og hreinlæti, þótt menn greindi á
um vinnslugæðin. Um miðjan sjö-
unda áratuginn voru margir bændur
áhugasamir um að KS tæki þátt í þess-
ari þróun, enda hafði verið lofað
auðveldri fjármögnun, bæði með hag-
stæðum lánum og styrkjum úr ný-
stofnuðum Framleiðnisjóði landbún-
Unnið við fláningu á færikeðju haustið 1973.
Ljósm.: Stefán Pedersen.