Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 20
20
SKAGFIRÐINGABÓK
togskipið Skafta og hét útgerðar-
fyrirtækið Nöf hf., en það rann síðar
inn í Útgerðarfélag Skagfirðinga hf.
Var um leið samið um að hluti af afla
togara ÚS hf. gengi til vinnslu á
Hofsósi. Í öllum þessum umsvifum
tók Helgi Rafn fullan þátt og átti hlut
að nær öllum þessum ákvörðunum að
meira og minna leyti. Hvað útgerðar-
og fiskvinnslumálin snerti voru þeir
Marteinn Friðriksson þar virk astir af
hálfu KS, en í öðrum málum, sem
sneru að verslun og þjón ustu við land-
búnaðinn var Helgi Rafn sá, sem mest
mæddi á.
Þegar áttundi áratugurinn hófst,
var nokkuð farið að rætast úr í at-
vinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar.
Virkjunarframkvæmdir við Búrfell
höfðu hvataáhrif sem og uppbygging
og starfsemi álverksmiðju í Straums-
vík. Viðreisnarstjórnin, sem setið hafði
við völd allt frá árinu 1960, féll í kosn-
ingum 1971 og við tók svonefnd
vinstr i stjórn. Urðu nú ýmsar breyt-
ingar í stjórn þjóðmála, sumar til bóta
en aðrar ekki eins og gengur, en þó var
lakast, að stjórn efnahagsmála fór
allmjög úr böndum og verðbólga varð
óskapleg og stóð það nánast allan átt-
unda áratuginn. En nú fór að draga til
tíðinda í starfsævi Helga Rafns.
Kaupfélagsstjóraárin
Þess er áður getið, að Sveinn Guð-
mundsson, kaupfélagsstjóri, hafði átt
við heilsubrest að stríða og fann sjálf-
ur, að starfsþrek hans fór minnkandi.
Það mat hans, að í Helga Rafni væri að
finna verðugan arftaka sinn í starfi, var
búið að sýna sig að væri rétt. Sveinn
Séð yfir byggingar KS og FISK á Eyrinni eftir endurbyggingu sláturhúss og fiskvinnslu.
Ljósmynd: Stefán Pedersen.