Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 21
21
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
mun fyrst hafa leitt kaupfél ags stjóra-
skiptin í tal við vin sinn og samverka-
mann, Tobías Sigurjónsson í Geld-
inga holti, sem verið hafði farsæll
stjórnarformaður um áratugaskeið.
Þótti honum mest um vert, að Tobías
væri honum sammála um framtíðar-
áform þessi. Tobías var alla tíð heill og
ráðhollur félagsmálamaður og treysti
Sveinn mjög á innsæi hans og góðar
gáfur í mati á mönnum og málefnum.
Var einnig svo um talað milli þeirra,
að Tobías myndi halda áfram í stjórn
KS fyrstu árin meðan nýr kaup félags-
stjóri væri að festa sig í sessi, fengi
hann til þess stuðning félagsmanna,
sem hann átti auðvitað vísan. Sá stuðn-
ingur varð þó skemmri en menn
hugðu, því Tobías lést 23. ágúst 1973
í dráttarvélarslysi og varð harmdauði
öllum, sem hann þekktu.
Þegar Tobías bar upp þá tillögu í
stjórn KS, að Sveini yrði veitt lausn frá
störfum að hans ósk og Helgi Rafn
ráðinn eftirmaður hans, var sú tillaga
samþykkt samhljóða. Varð að ráði, að
formleg starfslok Sveins og viðtaka
Helga Rafns á starfi kaupfélagsstjóra
yrði á miðju ári 1972.
Á þessum tímamótum í lífi þeirra
beggja og félagsins samhliða, var end-
urbygging sláturhússins það verkefni,
Stjórn KS við kaupfélagsstjóraskipti 1972. Efri röð frá vinstri: Gunnar Oddsson Flata
tungu, Magnús H. Gíslason Frostastöðum, Jón Eiríksson Djúpadal, Jóhann Salberg
Guðmundsson Sauðárkróki og Marinó Sigurðsson Álfgeirsvöllum. Neðri röð frá vinstri:
Tobías Sigurjónsson Geldingaholti, formaður stjórnar, Helgi Rafn Traustason við takandi
kaupfélagsstjóri og Gísli Magnússon Eyhildarholti, varaformaður stjórnar.
Ljósm.: Stefán Pedersen.