Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 22
22
SKAGFIRÐINGABÓK
sem hæst bar og þá stóð yfir. Verkið
var þannig skipulagt, að hluti grunn-
veggja sláturhússins var nýttur, en
byggðar voru undirstöður undir steypt-
ar loftplötur og grunnveggir fyrir þá
stækkun sem fyrirhuguð var. Var
verklagi þannig háttað, að lokið var
við að steypa þessa veggi og milliloftið
utan um gamla sláturkerfið, þannig að
unnt væri að vinna í því haustið 1972
með gamla laginu. Tókst þetta fyrir
harðfylgi allra sem að verkefninu störf-
uðu. Að sláturtíð afstaðinni var svo
tekið til óspilltra málanna að steypa
upp efri hæðina og reisa þær viðbygg-
ingar, sem verkinu fylgdu, svo sem
fjárréttarskála og hraðfrysta, ásamt
stór gripasláturhúsi. Innrétting hins
síð astnefnda og búnaður var þó látinn
bíða um skeið. Haustið 1973 tók hið
endurbyggða sláturhús svo til starfa
með nýjum búnaði og nýrri verktil-
högun. Jókst afkastagetan verulega
um leið og mörg erfiðustu verkin við
slátrunina urðu léttari.
Um þessar mundir varð einnig ljóst,
að breytingar á skipan mjólkurfram-
leiðslu með setningu nýrra reglna
myndu leiða af sér, að taka yrði upp
algjörlega nýtt fyrirkomulag á mjólk-
urvinnslu og aðdráttum hráefnis hjá
mjólkursamlögunum. Vélræn kæling
mjólkurinnar á býlunum þyrfti til að
koma og flytja yrði mjólkina – hrá-
efnið – í tankbifreiðum til vinnslu-
stöðva. Þetta leiddi til mikilla breyt-
inga í mjólkurstöðinni sjálfri og ekki
síður heima á býlunum, á frumfram-
leiðslustiginu. Hjá Samlaginu var
vinnslukerfið stokkað upp, innvigt-
unarkerfi fyrir brúsa var tekið niður,
en sett upp lokað móttökukerfi með
tilheyrandi tönkum, lagna- og þvotta-
kerfum. Samhliða var ostavinnslunni
Byggingar Mjólkursamlags KS eins og þær litu út meðan Helgi Rafn stýrði félaginu.
Ljósm.: Stefán Pedersen.