Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 24
24
SKAGFIRÐINGABÓK
minnir ekki, voru vext ir lánanna ann-
ars vegar 9,5% og hins vegar 13,5%.
Varð það félaginu þungur róður að
standa undir því líkum fjármagns-
kostn aði á þessum ár um, þegar gengi
krón unnar féll nær stöðugt og verð-
bólga var gegndarlaus. Jafnframt var
félaginu gert ljóst, að ekki myndi
verða veittur hliðstæður styrkur úr
Framleiðnisjóði, sem önnur fyrirtæki
hefðu notið. Samhliða þessu varð veru-
legur dráttur á að lán væru veitt og
varð það til þess að framkvæmdir við
slátur húsið voru fjár magnaðar með
takmörk uðu eigin fé félagsins og rán-
dýrum skammtíma lánum. Varð því
fjár magns kostnaður mikill á bygg-
ingar tíma.
En það voru fleiri verkefni, sem tóku
upp tíma og starfsorku Helga Rafns á
þessum árum, enda virtist mörgum að
hann hefði nær ótæmandi forða af
henni. Allur tækjakostur félagsins var
endurnýjaður og endurbættur, flutn-
ingabifreiðir keyptar og ýmis fleiri
tæki og búnaður, m.a. í sambandi við
fóðurframleiðslu og dreifingu. Sam-
vinnufélag Fljótamanna hætti rekstri
og sameinaðist KS. Samhliða var
bygg t nýtt hús að Ketilási í Fljótum,
til að þjóna bæði íbúum þar ytra sem
og ferðafólki og laga umsvifin í Fljót-
um að breytingum í samgöngumálum,
en þjóðvegurinn, sem til þessa hafði
legið um Haganesvík, var nú lagður
miklu ofar í landinu. Byggingavöru-
Við mjólkurhúsið í Útvík 29. apríl 1977. Fyrsta dæling úr heimatanki í tankbíl frá
Samlaginu. Frá vinstri: Sigurður Sigurðsson Brúnastöðum, samlagsráðsmaður, Haukur
Björnsson frá Bæ, bifreiðarstjóri, Helgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri og samlags
ráðsmaður, Jóhann Sólberg Þorsteinsson, samlagsstjóri og formaður samlagsráðs og Hall
dór Hafstað bóndi í Útvík og samlagsráðsmaður. Ljósm.: Stefán Pedersen.