Skagfirðingabók - 01.01.2010, Qupperneq 25
25
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
verslun KS hafði aukist að umsvifum
og var byggt hús fyrir starfsemina á
Eyrinni, skammt norðvestan við slát-
urhúsið. Þar var einnig sett upp svo-
nefnd lagersala til að mæta kröfum
viðskiptavina um lágvöruverðsverslun
í þurrvöru. Kaupfélagið tók þátt í að
byggja upp steypustöð, sem m.a.
fram leiddi alla steypu í nýbyggingu
sláturhússins, auk annarra fram-
kvæmda í héraðinu.
Húsakynni í Varmahlíð voru stækk-
uð og löguð að auknum umsvifum. En
í september 1980 kom upp eldur í
Varmahlíðarhúsunum og brann þar
allt sem brunnið gat, þar með talið
inn bú og búslóð útibússtjórahjón-
anna, þeirra Guðmanns Tobíassonar
og Marsibilar Þórðardóttur. Helga
Rafni var ljóst að þarna yrði að koma í
veg fyrir verulegt rekstrartjón með því
að hraða allri uppbyggingu sem mest
mátti vera og tókst að opna útibúið
aftur í desember þetta ár. Var þar að
allra mati vel að verki staðið og mun-
aði þar ekki minnstu um trausta for-
ystu Helga Rafns í því verki öllu.
Þá er ógetið um það verkefni, er
Stjórnir KS og SFH við sameiningu félaganna 1980. Efri röð frá vinstri: Pálína
Skarphéðins dóttir Gili, í stjórn KS, Konráð Gíslason Frostastöðum, í stjórn KS, Árni
Bjarnason Upp sölum, í stjórn KS, Helgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri KS, Jóhann
Salberg Guðmundsson, stjórnarformaður KS, Stefán Gestsson Arnarstöðum, í stjórn KS,
Friðrik Sigurðsson Sauðárkróki, í stjórn KS og Geirmundur Jónsson Sauðárkróki, í stjórn
KS. Neðri röð frá vinstri: Trausti Sveinsson Bjarnargili, í stjórn SFH, Sveinn Þorsteins
son Berglandi, í stjórn SFH, Þórarinn Guðvarðarson Minni Reykjum, í stjórn SFH,
Haraldur Hermannsson YstaMói, kaupfélagsstjóri SFH, Valberg Hannesson Nýrækt, í
stjórn SFH og Georg Hermannsson YstaMói, í stjórn SFH. Ljósm.: Stefán Pedersen.