Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 26
26
SKAGFIRÐINGABÓK
hann sjálfur taldi sitt stærsta, sem
fyrirsvarsmanns félagsins. Um áratuga
skeið hafði félagsfólk og forsvarsmenn
KS átt sér þann draum að koma upp
höfuðstöðvum fyrir félagið á einum
stað, þar sem bæði mætti koma fyrir
miðstöð verslunarþjónustu á vegum
félagsins, sem og aðstöðu fyrir stjórn-
un, bókhald og skyld umsvif. Árum
og áratugum saman hafði félagið sótt
um byggingarlóðir hjá Sauðárkróks-
kaupstað fyrir slíka byggingu. Um
síðir tókst samkomulag um að félagið
fengi lóð í sunnanverðum kaupstaðn-
um, sunnan við Mjólkursamlagshúsið,
og tengdist það ákveðnum viðaukum
við aðalskipulag, sem gerðir voru sam-
hliða. Var gert ráð fyrir litlu torgi,
sem hlaut nafnið Ártorg og hús KS
hið fyrsta, sem reist yrði þar. Var hug-
mynd höfunda þessara skipulagsbreyt-
inga að smám saman myndaðist á
þessu svæði miðbæjarkjarni, sem jafn-
framt lægi vel við samgöngum inn og
út úr kaupstaðnum og tengdust sam-
gönguæðar kaupstaðarins að einhverju
leyti saman í grenndinni. Helgi Rafn
fékk Teiknistofu Sambandsins – sem
síðar varð Nýja teiknistofan – til liðs
við sig og var hafist handa við teikn-
ingar að húsi fyrir höfuðstöðvar fé-
lagsins. Þær voru lagðar fyrir bygg-
ingar nefnd kaupstaðarins og afgreiddar
þar, þegar megindrættir lágu fyrir.
Upp úr því lét Helgi Rafn hefjast
hand a við að grafa grunn og skipta um
jarðveg þar sem húsið skyldi standa.
Grunn urinn varð nokkru dýrari en
ætl að var og jarðvegsgerð reyndist
öðruvísi en ætla mátti af frumrann-
sóknum. Allt leystist þetta þó og voru
undir stöður hússins steyptar og hluti
Bruninn í Varmahlíð 13. september 1980. Slökkvilið að störfum. Eig. KS.