Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 27
27
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
útveggja þegar leið á sumarið 1981 og
um haustið.
Á þessum árum tóku þau hjón
ákvörðun um að selja húsið á Hólma-
grund 20, sem þau höfðu búið í næst-
um allan sinn tíma á Sauðárkróki, og
byggja sér nýtt og rýmra. Fengu þau
lóð að Smáragrund 2 og byggðu þar
fallegt, tveggja hæða hús eftir teikn-
ing u Sigurðar Einarssonar bygg inga-
fræðings á Nýju teiknistofunni. Í því
húsi býr nú dóttir þeirra, Rann veig
Lilja, ásamt eiginmanni sínum og fjöl-
skyldu.
Samhliða öllu þessu hlóðust ýmiss
konar ábyrgðarstörf á Helga Rafn sem
tengdust starfi samvinnuhreyfingar-
innar á landsvísu. Snerust þau oft um
stjórnarsetu í ýmsum félögum og sam-
tökum, sem tengdust Sambandinu eða
kaupfélögunum sameiginlega. Má þar
nefna setu hans um árabil í varastjórn
SÍS, í stjórn Osta & smjörsölunnar,
Vinnumálasambands samvinnufélag-
anna og víðar. Naut hann alla tíð mik-
ils trúnaðar og virðingar innan vé-
banda samvinnumanna. Augljóst má
vera, að slíkt tekur tíma, og reyndi
Helgi að takmarka þetta, en stundum
verður ekki undan vikist og einnig
tengdist slíkt hagsmunagæslu fyrir KS.
Maðurinn Helgi Rafn
Þeim sem áttu þess kost að vera
samtíða Helga Rafni í starfi, félagslífi
eða á annan hátt, verður hann harla
minnisstæður. Eitt það fyrsta sem
mað ur veitti athygli var snyrti -
mennska í klæðaburði. Varð þó ljóst
þegar maður kynntist honum betur,
Höfuðstöðvar KS við Ártorg 2. febrúar 2009. Verslunarhúsnæði á jarðhæð. Skrifstofur
fél agsins á annarri hæð. Byggðastofnun leigir húsnæði á þriðju hæð.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.