Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 28
28
SKAGFIRÐINGABÓK
að hann fór ákaflega vel með allt slíkt
– og reyndar alla hluti – og enti fatnað
svo árum skipti. Voru þau hjónin
reyndar ákaflega samhent og samtaka
í því sem öllu öðru. Ráðdeild og hag-
sýni voru ríkur þáttur í öllu þeirra
dagfari. Samt voru þau veitul og sér-
lega góðir gestgjafar og skemmtin.
Hefur það ekkert breyst hjá Ingu
Valdísi eftir að hún varð ein. Helgi
Rafn þurfti snemm a að sjá um sín mál
sjálfur, eins og hér er vikið að framar.
Það er ekki heiglum hent fyrir ung-
ling um ferm ingu, að standa á eigin
fótum með alla framfærslu, en öllum
sem til þekktu ber saman um að hann
hafi lagt metn að sinn í það að vera
nýt inn og sparsamur, skulda helst
eng um neitt eða sem allra minnst og
fara vel með alla hluti og nýta þá eins
og kostur var. Hann var ástríkur faðir
og hversu ann ríkt sem hann átti í um-
fangsmiklu starfi, lét hann aldrei und-
ir höfuð leggj ast að veita börnum sín-
um og heimili þann styrk og alúð sem
hann mátti. Leyndi sér ekki þegar
komið var á heimilið, hversu gott
samband var milli barnanna og foreldr-
anna. Búa þau að því enn og eru öll
vandað fyrirmyndarfólk, sem hefur
vegnað vel í lífinu og koma sér hvar-
vetna vel með háttprúðri framkomu
og áreiðanleika.
Helgi var glaður í góðra vina hópi
og þurfti ekki á neinum meðölum að
halda í því efni, var lengst af algjör
bindindismaður, þótt hann héldi af
háttvísi stundum á glasi á viðhafnar-
stundum. Honum þótti gaman að taka
lagið og féll því vel að skagfirskri fé-
Fjölskyldan árið 1980 við fermingu Hjördísar Önnu. Hún stendur lengst til vinstri, þá
Tómas Dagur, Helgi Rafn, Rannveig Lilja, Guðrún Fanney, Trausti Jóel og Inga Valdís.
Ljósm.: Stefán Pedersen.