Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 29
29
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
lagshefð hvað það snertir eins og
reynd ar á fleiri sviðum. Hann var einn
þeirra manna, sem alltaf eru fremstir
meðal jafningja og veljast til forystu,
hvar sem þeir koma að og láta til sín
taka. Öll hans framkoma einkenndist
af kurteisi og í hans augum voru allir
jafnir, sama hvort um var að ræða
sendil eða bankastjóra. Var öllum sýnd
full virðing, en hann ætlaðist jafn-
framt til hins sama af öðrum og kunni
lítt að meta hroka og stærilæti í fram-
komu fólks. Jafnframt var hann vin-
sæll og vinfastur eins og best má verða.
Sem dæmi um hætti hans sem fram-
kvæmdastjóra má geta þess, að í byrj-
un hvers árs lét hann það ganga fyrir
öðrum verkum fyrsta eða fyrstu virka
daga ársins, að heilsa upp á hvern ein-
asta starfsmann fyrirtækisins, taka í
höndina á þeim og óska gleðilegs árs
og þakka hið liðna. Kunni starfsfólk
vel að meta það.
Sagan tók skjótan endi
Sunnudaginn 20. desember 1981 fór
Helgi Rafn sem oft áður á körfubolta-
æfingu með félögum sínum. Hann
virtist óvenju kraftlítill og slappur og
tók lítinn þátt í æfingunni og fór heim
fyrr en hann var vanur. Mánudagurinn
21. desember rann upp, stysti dagur
ársins. Þennan dag virtist sem ekkert
ætlaði birta hér um slóðir. Þykkskýjað
var og snjómugga eða kafald nánast
allan daginn. Helgi Rafn var lasinn
þegar hann vaknaði og treysti sér
aldrei þessu vant ekki til að fara til
vinnu, hringdi og lét vita að hann ætl-
aði að sjá til hvort þetta liði ekki frá.
Gaf nokkur fyrirmæli um verkefni,
sem hann vildi láta vinna og kvaddi að
því búnu. Upp úr hádeginu þyngdi
hon um svo, að hann hafði samband
við vin þeirra hjóna, Ólaf Sveinsson,
þáverandi yfirlækni á Sjúkrahúsi Skag-
firðinga. Hann kom að vörmu spori en
Hús Helga Rafns og Ingu Valdísar við Smáragrund 2 á Sauðárkróki.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.