Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 30
30
SKAGFIRÐINGABÓK
það kom fyrir ekki, lífi Helga Rafns
var lokið og banameinið bráð krans-
æðastífla. Honum voru því gefin rúm
44 ár hér á jörð og má segja að þrátt
fyrir það sé með ólíkindum hversu
miklu hann fékk áorkað á þeim tíma.
Ekki þarf að orðlengja, að svo
skyndilegt fráfall manns, sem hafði
verið svo virkur í fámennu byggðar-
lagi, hafði mikil áhrif á allt samfélagið
í Skagafirði. Auðvitað var áfallið mest
fyrir eiginkonu hans og börn, sem
misstu þarna á einu andartaki nánast
kjölfestu sína í lífinu og þann sem
allt af hafði reynst þeim sem traust
bjarg að byggja á. En þarna kom líka
vel í ljós hversu mikið það hefur að
segja að börn fái gott uppeldi og velt-
ur þar meira á gæðum en magni. Ekk-
ert barnanna missti á neinn hátt fót-
anna í lífinu þrátt fyrir þetta áfall á
viðkvæmu aldursskeiði og öllum hef-
ur þeim farnast vel. Ekki má heldur
gleyma þætti móður þeirra, sem stóð
þrátt fyrir aðsteðjandi harm teinrétt
og hefur alla tíð gert, og hefur aldrei
brugðist sínu fólki í neinu.
Hér að framan hefur verið stiklað á
stóru í lífshlaupi Helga Rafns Trausta-
sonar. Augljóst má vera að í svona
sam antekt verður aldrei alls getið sem
mikilvirkur athafnamaður kemur að á
starfsævi sinni, jafnvel þótt henni ljúk i
jafn snemma og raun varð á með Helg a
Rafn. Jafnframt er einsýnt, að sumum
mun þykja að hér sé einhverju sleppt
sem mikilvægara er en það sem getið
er um. Það er líka ljóst, að persónulegt
mat hlýtur að hafa nokkuð um það að
segja hvers eigi að geta og hverju megi
sleppa. Mat þess er hér heldur á hefur
að þessi sinni ráðið.
Á því vori sem þetta er ritað (2007)
hefði Helgi Rafn orðið sjötugur, ef
hon um hefði enst aldur. Þann 21. des-
ember 2006 voru liðin 25 ár frá and-
láti hans. Enn er sá dagur þó í fersk u
minni margra hér um slóðir og ekki að
undra, svo víða kom Helgi við í sam-
félaginu á þeim stutta tíma sem hon-
um var úthlutað. Má þar segja eins og
í gamla húsganginum:
Þó að hríði í heila öld,
harðsporarnir sjást í snjónum.*
Það hefur oft verið sagt og margtugg-
ið, en samt má undirstrika það hér og
á vel við um Helga Rafn, að líklega er
það mest um vert að hafa lifað lífi sínu
þannig, að skilja eingöngu eftir sig
góðar minningar í hugum samferða-
fólksins. Slíkra manna er gott að
minn ast, þótt maður sakni þeirra.
(Tekið saman á Sauðárkróki vorið 2007, með
ómetanlegri aðstoð Ingu Valdísar Tómasdóttur,
ekkju Helga Rafns.)
* Þetta er seinni hluti vísu eftir Svein frá Elivogum um Skúla Thoroddsen alþingismann og ritstjóra
nýlátinn. Fyrri hlutinn er svona: Nú er Skúla komið kvöld, / kempan horfin vorum sjónum.
Sjá ljóðabókina Andstæður (Rv. 1933:69).