Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 31

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 31
31 Sigurjón BjörnSSon MinningABroT FrÁ VEgAVinnuÁruM Á VATnSSKArÐi og teikningar Jóhannesar Geirs af vegavinnumönnum ____________ Alllengi hefur verið á Héraðsskjala­ safn i Skagfirðinga mappa með teikn­ ingum jóhannesar geirs af vega vinnu­ mönn um á Vatnsskarði um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. nokkuð er síðan ritstjórn Skagfirðinga bókar mæltist til þess að ég gerði grein fyrir fyrir mynd um þessara teikninga. Ég átti að vera þeim nokkuð kunnugur, þar sem ég var samverkamaður allra þessara mann a og þekkti suma þeirra vel. Leng i vel var ég efins um að ég gæti gert þetta skammlaust, því að margt var tekið að fyrnast í huga mín­ um eftir meira en hálfa öld. En fyrir nokkru rakst ég svo á gömul skrif mín um þessi vegavinnuár og auk þess nokk ur dagbókarbrot. Taldi ég mig þá í betri færum að sinna þessu verki. Auk þess fékk ég góða aðstoð frá ein­ um vinnufélaga mínum, guðmundi gíslasyni úr gerðum í garði syðra, stálminnugum og fróðum manni. En eigingirni mín lét ekki að sér hæða, þegar hér var komið sögu. Úr því að ég átti drög að minningabrot­ um gat ég ekki á mér setið að dusta af þeim mesta rykið og birta hluta þeirr a í eins konar inngangsskyni. Sá inn­ gangur verður að vísu nokkuð lang ur og fjallar mest um sjálfan mig og sitt hvað sem að mér sneri. jóhannes geir kemur ekki við sögu fyrr en þriðja vegavinnusumarið mitt. i Síðari hluta vetrar eða undir vorið 1942 dvaldist ég á Akureyri og bjó mig undir að taka próf utanskóla upp í annan bekk Menntaskólans á Akur­ eyri. Það var þá algengt að ungmenni utan Akureyrar hefðu þennan hátt á. Prófið gekk þokkalega og gaf mér kost á að setjast í annan bekk næsta vetur. nú skipti meginmáli að verða sér úti um góða sumarvinnu. Hana taldi ég mig fá sem línumaður við bát á Ár­ skógsströnd. Kaupið, 200 kr. á mán­ uði, átti að duga mér til framfærslu yfir veturinn, því að ég var búinn að sjá mér fyrir ódýrri vist hjá skyldfólki mínu. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar á sumarið leið skall yfir geysi leg verðbólga og gengisfelling og framfærslukostnaður hljóp upp úr öllu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.