Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 32
32
SKAgFirÐingABóK
valdi. Við þetta bættist svo, að þeir
sem ég ætlaði að búa hjá fluttust úr
bænum. Var því útséð um það, þeg ar
dró að hausti, að ég gæti sest á skóla
bekk á Akureyri.
Í byrjun septembermánaðar var
vertíð minni á Árskógsströndinni lok
ið og ég hélt heim á Sauðárkrók.
Fregn ir hafði ég fengið af því, ég man
ekki hvernig, að hugsanlega gæti ég
fengið vegavinnu á Vatnsskarði. Þar
voru margir Skagfirðingar í vinnu, þar
á meðal jafnaldrar mínir og vinir. Ég
hringdi því í verkstjórann, jóhann
Hjörleifsson, kynnti mig og bað um
vinnu. Ég minnist þess að ég þéraði
jóhann. Ætli það hafi ekki verið áhrif
frá Akureyrardvölinni, þar sem nem
endur þéruðu kennara sína? En jóhann
kom mér fljótt ofan af öllum þéring
um og sagði að ég skyldi koma.
Ég hóf nú vegavinnuna og var á
Skarðinu þar til henni lauk um haustið,
ég held seinast í október. Var þá orðin
fremur kaldsöm tjaldvist á fjöllum
uppi og ekki örgrannt um að stundum
væri frosið í koppnum á morgnana. En
kaupið þótti mér gott, því að ég mun
hafa fengið meira fyrir um það bil sex
vikna vegavinnu en allt sum arið í lín
unni.
Segir nú fátt af næsta vetri. Eitt hvað
mun ég hafa gripið í íhlaupa vinnu
fram undir áramót. En fljótlega eftir
það tók ég að lesa annan bekk utan
skóla eftir hvatningu og undir leiðsögn
míns ágæta vinar og velgerðamanns
séra Helga Konráðssonar. Fór ég
norður um vorið og komst upp í þriðj a
bekk. Því má skjóta hér inn, að sá
hátt ur var hafður, að minnsta kost i
upp að gagnfræðaprófi, að tekinn var
inn ákveðinn fjöldi nemenda í hvern
árgang. Einkunnir voru gefnar eftir
svonefndum örsteðsskala. Fall eink
unn var undir fjórum en hæsta
möguleg einkunn var átta. Á hverju
vori var ákveðin sú tala nemenda sem
setjast mátti í hvern árgang næsta
haust. Venjulega þreyttu allmargir
utanskólanemendur próf ásamt þeim
sem setið höfðu í skólanum yfir vet
Tjaldbúðirnar á Vatnsskarði.
Vatnshlíðarvatn í bakgrunni.