Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 35
35
MinningABroT FrÁ VEgAVinnuÁruM Á VATnSSKArÐi
búinn að fá nóg, enda kvöldsvæfur að
eðlisfari. Í samræmi við það valdi ég
mér hægláta tjaldfélaga. Fastur tjald
félagi minn öll ár mín á Skarðinu var
jón jónsson Skagfirðingur, þá til
heimilis á Bessastöðum í Sæmundar
hlíð, en áður bóndi í glaumbæ á Lang
holti og ingveldarstöðum á reykja
strönd. jón var skáld gott og hafði birt
nokkuð af kvæðum sínum í tímarit
um, svo sem Eimreiðinni o.v. jón var
orðinn nokkuð við aldur þeg ar hér var
komið sögu. En okkur kom einkar vel
saman, ræddum mikið um skáldskap
og aðrar bókmenntir, lífið og tilveruna.
Vinátta okkar hélst ófölskv uð uns jón
lést mörgum árum síðar. Það var mér
mikil gleði að geta staðið að útgáfu
kvæða jóns ásamt æskuvini mínum
Hannesi Péturssyni meðan þessi góði
vinur var enn ofar moldu (Aringlæður,
1963).
Tjöldin voru ætluð þremur íbúum
og var því sjaldan að við jón gætum
notið þeirra hlunninda að vera tveir
einir. Þriðji maður var ekki alltaf sá
sami. Eitt sumarið var hjá okkur Þór
oddur nokkur Sigtryggsson af Sauð
árkróki. Hann var mikill rumur,
saman rekinn, en eitthvað veiklaður á
geði, auk þess sem hann var floga
veikur.
Þóroddur var mjög róttækur í skoð
unum, eiginlega harðsvíraður „kreppu
bolsi“. Strákarnir höfðu oft gaman af
að stæla við hann um pólítík og varð
þá Þóroddur yfirleitt gríðarlega æstur.
Vissi hvorugur okk ar jóns af floga
veiki hans áður en hann kom. Er mér
minnisstætt þegar Þóroddur fékk
fyrsta kastið. Það var um helgi. Fáir
voru í tjöldunum og við Þórodd ur
tveir einir í tjaldinu. jón hafði farið
heim í Bessastaði. Kastið var heiftar
legt og vissi ég ekkert hvað þetta var,
því að aldrei hafði ég séð flogaveikikast
áður og kunni raunar engin skil á þeim
sjúkdómi. Bjóst ég ekki við öðru en
Sigurjón, Bjarni Sveinsson, Hilmar og Jói.