Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 36
36
SKAgFirÐingABóK
karlinn væri að geispa gol unni, því að
blóð og froða vall úr munnvikum
hans. En ég gat engan vakið til að
ráðfæra mig við. og ekk ert dugði þó
að ég hristi karlinn og öskraði á hann.
Loks hætti þetta og lifandi var hann
víst. um morguninn vaknaði hann
eins og ekkert hefði í skorist, en kvaðst
þó vera hálfslappur. Það var raunar
ekki óvenjulegt. Þegar ég fór að minn
ast á svefnfarir hans, brást hann hinn
verst i við. gætti ég þess að minnast
ekki á slíkt framar. Hann fékk síðar
nokk ur fleiri köst að næturlagi, en
maður vandist þeim og hætti að kippa
sér upp við þau. Þetta mun hafa verið
síðasta árið sem Þórodd ur var vinnu
fær. Honum hrak aði stöðugt og mörg
síðustu æviárin var hann sjúklingur á
Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hann er
nú löngu lát inn.
Tjaldvistin var býsna góð að okkur
fannst. Tjöldin voru fremur stór og
svo há, að hægt var að standa upprétt
ur í miðju. Timburgólf var í botni og
þrjú rúmstæði, tvö sitt við hvora hlið
og eitt fyrir gafli. Ég var alltaf fyrir
gafli. Menn höfðu rúmdýnur og góðar
sængur, og sængurföt lögðu menn
sjálf ir til. olíuvél var til upp hitunar
(gasvél kölluð) og hægt að hita á henn i
vatn til raksturs og annarrar snyrting
ar. Vélarskammirnar áttu það raunar
til að ósa og var það lítt skemmti legt.
Ég var vanur að taka með mér nokkrar
eftirlætisbækur, svo sem Stephan g.,
Einar Ben. og Bólu Hjálmar og las
þær mikið á kvöldin og ræddi efn ið
við jón vin minn. Bækurnar hafði ég á
hillu við rúmgaflinn, en jón hafði sín
ar bækur og skrif í kistli til fóta. Þótti
þetta einstaklega menntað og prútt
Pétur Guðmundsson frá Vatnshlíð, Egill
Jónsson, flokksstjóri og Hilmar Pétursson.
Ráðskonurnar Jóna Sigurðardóttir
og Hulda Egilsdóttir.