Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 37
37
MinningABroT FrÁ VEgAVinnuÁruM Á VATnSSKArÐi
tjald, enda má segja að and rúmið hafi
verið öllu veraldlegra sums staðar.
Í þessum hópi vegagerðarmanna
voru margir minnisstæðir einstakling
ar, sem ég vil hér nefna. Fyrstan ber
að sjálfsögðu að telja flokksstjórann
Egil. Hann var mesti sómamaður.
Stjórnaði af lipurð og hæglæti. Eng
inn gerði sér dælt við hann og gat
hann þó leyf t sér að vera kátur og
gamansamur félagi. Egill var fremur
lágur maður vexti, en þrekvaxinn,
rauður nokkuð í andliti. Hann kunni
vel til verka og vann gjarnan það sem
vandasamast var, að hlaða vegkanta úr
sniddu. Var ég stundum honum til
aðstoðar að kasta sniddum á gaffl i upp
í hleðsl una. Í flóanum vestan Vatns
hlíðar varð vegur nokkuð hár og djúpir
skurðir beggja vegna. nú sjást lítil
merki þessarar vegagerðar, því að veg
urinn hefur sigið, skurðir fallið sam an
og flóinn þornað upp. Allt var auð
vitað unnið með handverkfærum,
skófl um og göfflum. Kantar þurftu að
vera vel hlaðnir, með réttum fláa og
sléttir svo að hvergi sæist á bunga.
Annar hleðslumeistari var Króksarinn
jóhannes Dalmann Sveinbjörnsson,
jói eða Dalli eins og hann var stund
um kallaður. Hann var dálítið sérstæð
manngerð. Hann var mikill snillingur
í hleðslu. Var oft gaman að fylgjast
með honum, þegar hann blimskakkaði
augunum á hleðslu sína, lagði á skapa
lónið og kallaði upp: „Mikil andskot
ans snilld er þetta!“. jói var líka
lagtækur við smíðar og fékkst talsvert
við það á vetrum. jói var gamansamur,
hló hátt og sagði sögur. Ekki voru þær
allar af fínasta taginu, því að grófyrtur
og klæminn var hann býsna. En við
strákarnir höfðum auðvitað gaman af
Guðmundur Gíslason kastar hnaus.
Jóhannes Dalmann hleðslumeistari.