Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 38
38
SKAgFirÐingABóK
og espuðum hann til frásagna eins og
við gátum. Enginn var jói fríðleiks
maður, en vandist vel. Hann var ein
föld og hrekklaus sál og átti enga
ó vini.
Pétur guðmundsson, fyrrum stór
bóndi í Vatnshlíð, fæddur þar og upp
alinn, en síðar búsettur á Sauð árkróki,
var hér sannarlega á heima slóðum.
Hann var sniddumeistari flokksins,
stakk sniddu daginn út og inn, sumar
eftir sumar. Alltaf vann hann á sama
hraða, jafnt og þétt án uppihalds og
skóflan hans flugbeit alltaf. Pétur var
mikill reglumaður. Snerti aldrei
áfeng i, afar vandaður heiðursmaður og
gætti vel orða sinna. Honum þótti þó
gott að fá sér tóbaks korn í nefið. Fór
hann með það eins og mannsmorð.
Það var ekki fyrr en eftir langar sam
vistir sem við strák arnir komumst að
því að hann bar á sér dósir og fékk sér
korn, þegar hann hélt að enginn sæi
til. Pétur varð háaldraður, rétt um
hundrað ára þeg ar hann lést.
Eitthvað mun ég segja frá fleiri sam
ferðamönnum á Skarðinu, þegar kem
ur að teikningum jóhannesar geirs,
eftir því sem tilefni gefst til og minni
mitt dugar.
Þriðja sumarið mitt á Skarðinu og
það síðasta bjuggum við á Foss flötinni,
eins og fyrr segir. Það var sum arið sem
Þóroddur var tjaldfélagi okkar jóns.
Þá voru komin til ný og hraðvirk tæki.
jarðýta göslaðist áfram, ruddi niður
mel um og móum. Þóttu það mikil
viðbrigði, en heldur óhrjáleg og lítt
snyrtileg vinnubrögð. Vegagerðin
þaut áfram og fyrr en varði vorum við
komnir niður undir Brekkuhús. og
Víðimýrarsel skammt til hliðar, hand
an Víðimýrarár. Það gat varla hjá því
Pétur frá Vatnshlíð.
Steinsbræður: Hilmar,
Kristján og Jóhann.