Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 51
51
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
sjó frá Lónkotsmöl í Vesturós Héraðs
vatna, þá er það svo óljóst að það getur
varla kallast því nafni. Líklega hef ég
sofið lengst af þeirri leið, en rámar í að
ég var borinn úr bátnum í land.
Á Hellulandi
Í sjálfheldu
Það var yndislegur sumardagur, sólar
glærur annað slagið, stillilogn og
hlýtt. Fíflar og sóleyjar glóðu um allt
túnið, því komið var undir slátt. Ég
öslaði í grasinu sem náði mér undir
hendur og eltist við fiðrildin sem voru
um allt. Randaflugurnar suðuðu á leið
sinni á milli blómanna. Ég var frá mér
numinn af allri þessari dásemd og eins
og af einhverri tilviljun bar mig að
fjárhúskofa úti og niðri í túnhorninu.
Við þennan kofa var dálítil heytótt,
sem nú var galtóm og hefur líklega
verið rúmur metri á dýpt. Þarna á
tótt arveggnum settist ég niður, naut
veðurblíðunnar og hvíldi lúin bein.
Líklega hef ég sofnað þarna á tóttar
veggnum, því allt í einu vissi ég ekki
fyrri til en ég lá niðri í tóttinni og sá
ekkert nema moldarveggina allt í
kring um mig og svo upp í heiðan
himininn. Tóttin var það djúp að ég
náði ekki upp á veggbrúnina, þó ég
tyllti mér á tá og upp í tóttardyrnar
var hlaðið með hnausum svo sú út
gönguleið var líka lokuð. Skyndilega
greip mig ofsahræðsla og ég byrjaði að
hrína af öllum lífs og sálar kröftum.
Kallaði ég á mömmu og ömmu sem
líklega hefur verið að passa mig þessa
stundina. Mér fannst líða óratími þar
til amma gamla birtist á tóttarveggn
um og dró mig upp úr prísundinni.
Ég var lengi að jafna mig eftir þessa
lífsreynslu sem mér þótti vera, og ég
er ekki frá því að til þessa atviks megi
rekja þá innilokunarkennd sem ég hef
oft fundið fyrir á lífsleiðinni.
Ríp í Hegranesi árið 1931 eða 1932. Sér á timburlanghlið bæjarins vinstra megin við
kirkjuna en milli bæjar og kirkju er þinghúsið. Norðan undir bænum, t.v., er skemma sem
snýr gafli til austurs en norðan við hana er fjós og fjóshlaða. Stakur reyk kofi er vestur á
túninu, nær á mynd, en hesthús lengst til hægri, suðvestur frá kirkjunni.
Ljósmynd: Jón N. Jónasson. Eigandi: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.