Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 52
52
SKAGFIRÐINGABÓK
Bæjarferðir
Ásgrímsstaðir eru býli suður og niður
frá Hellulandi, á milli Kárastaða og
Hellulands, nú löngu komnir í eyði.
Þar bjuggu Anna [Sveinsdóttir] og
Jóhann [Oddsson]. Þangað gekk
mamma stundum einhverra erinda og
fékk ég þá að fara með henni. Ekki sést
heim að bænum fyrr en komið er á ás
eða klettabrík rétt fyrir ofan bæinn.
Þar var á leiðinni klettur, sem skagaði
út og líktist stórskornum karl i. Þetta
var hann Gægir. Ég var ekki gamall
þegar ég var farinn að fara sendiferðir í
Ásgrímsstaði og hafði gaman af. Anna
tók mér eins og hún ætti í mér hvert
bein og gaf mér eitt hvað gott. Að fara
út í Keflavík var mun lengra og var þá
farið út og yfir bergin sem eru á milli
bæjanna. Á þeirri leið er Klifið, bratt
klettarið sem mér þótti mikið til
koma, en stóð þó nokkur beygur af.
Ég man sérstaklega eftir einni ferð
þangað sem ég fór með ömmu. Þá sá
ég þar horn af mórauðum sauð er mér
þótti sá fall egasti „hrútur“ sem ég
hafði augum litið. Auðvitað var mér
gefið hornið enda allir þar löngu hætt
ir að leika sér að hornum. Þessi hrútur
bar af öllu mínu fé og hafði ég á honu m
mikið dálæti þangað til sérstakir at
burðir gerðust, en það er efni í annan
kafla.
Barnaleikir
Leikföngin mín voru skeljar og kuð
ungar sem voru tínd í fjörunni, kinda
leggir og völur, kjúkur og horn. Þess
um búsmala dreifði ég um hagana,
sem voru þúfur, og fór svo í göngur og
smalaði þeim til réttar. Hafði ég þá
kindarlegg í greipinni milli vísifing
urs og löngutangar. Það var gangna
hesturinn. Uppáhaldsgæðingurinn var
rauður leggur, sem mamma hafði lof
að mér að setja ofan í litarvatnið þegar
búið var að lita rauða peysu. Skafti var
bróðursonur Ólafs bónda og nokkrum
Loftmynd af túni og bæjarstæði Ásgrímsstaða sumarið 2006. Ljósm.: Hjalti Pálsson.