Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 53
53
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
árum eldri en ég og var hjá honum
sem léttadrengur. Eitt sinn er ég var
að smala og reka til réttar birtist Skaft i
og fór að taka þátt í leiknum með mér.
Móri frá Keflavík, sem var mitt dýrast a
djásn á meðal sauða, var auðvitað í
safn inu og fann Skafti fljótt að hann
væri í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Líklega hefur komið upp í honum ein
hver stríðni (og kannski líka öfund)
því hann tók Móra minn og fór að
kast a honum óþyrmilega fram og aft
ur um þúfurnar (fjöllin). Ég ætlaði að
taka Móra minn og fela hann, en Skaft i
æstist þá um allan helming og fór að
kasta honum lengra og lengra. Barst
leikurinn út á öskuhól og lenti Móri
þar í öskunni og varð allur grá
mórauður. Ég fór að góla og hrína, en
í því kemur Ólafur og sér hvað um er
að vera. Þreif hann óþyrmilega í öxlina
á Skafta og dró hann með sér inn á
kam arinn, sem búinn hafði verið til
undir tröppum hússins, og læsti hann
þar inni. Nú var mér öllum lokið.
Aumingja Skafti. Að vera læstur inni
á kamrinum í þreifandi brúna myrkri
og ólykt, allt fyrir óhemjuganginn í
mér út af einu horni. Eg fór skælandi
inn til mömmu. Einhvern tímann
seinna fór ég að skoða Móra minn sem
einhverra hluta vegna var ekki svipur
hjá sjón og bar aldrei sitt barr í huga
mínum upp frá því.
Við Ósinn
Það var hátíð að fá að fara með þegar
pabba var færður matur út að Ós, þar
sem hann ferjaði menn, hesta og far
angur yfir Ósinn. Sveifferjan, eða
drag ferjan eins og hún var líka kölluð,
var talsvert skip og gat borið allt að
16–18 hesta og farangur þegar kyrrt
var í Ósnum. Þegar hann var ekki að
störfum hélt hann til í dálitlu byrgi,
sem hlaðið var úr torfi og grjóti og var
afdrep fyrir veðri og vindum. Þetta
byrgi var rétt norðan við Ósaklettinn,
þar sem ferjuvírinn var festur Hegra
Ferjan á Vesturósnum hlaðin hestum og mönnum. Klyfjahestar standa eftir á tanganum
vestan megin en lausir hestar eru reknir út í ósinn á sund. Í baksýn er suðurendi Tinda
stólsins og Heiðarhnjúk ber við loft til vinstri. Eig.: HSk.