Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 57
57
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
Á Sauðárkróki
Fyrstu kynni af Króknum
Vorið 1925 fluttumst við frá Hellu
landi til Sauðárkróks. Pabbi hafði
keypt gamlan torfbæ (Ólafsbæ), sem
stóð nálægt bakkanum á Sauðánni þar
sem hún rennur til sjávar, næstum
beint fram af Sauðárkrókskirkju. Þarn a
var annar torfbær (Guðmundarbær),
en svo var farið að byggja þarna stein
steypt hús og timburhús. Það voru
mikil viðbrigði fyrir mig að komast
þarna í kynni við skara af krökkum,
flest mér eldri, og nokkuð framandi.
Þeim hefur áreiðanlega þótt ég sveita
legur til að byrja með og ég gerði mér
grein fyrir því að þau voru að spila
með mig, einkum stóru strákarnir. En
svo eignaðist ég ágæta leikfélaga,
sérstaklega Ólaf Guðmundsson frá
Tungu. Um sumarið fóru mamma og
pabbi í heyskap á engjum frá Reyni
stað og lágu í tjaldi og höfðu mig með
sér. Margrét amma var heima og pass
aði Jónas meðan á þessu stóð.
Sérstæðar persónur
Einn var sá íbúi Sauðárkróks sem mér
varð sérstaklega starsýnt á, en hafði
jafnframt nokkurn beyg af. Runólfur
hét hann og var sjómaður. Hann bjó í
svörtum skúr niðri á mölinni, nokkru
sunnar en þar sem Sauðáin rann til
sjáv ar. Flesta sunnudaga, og þó eink
um aðra helgidaga þjóðkirkjunnar,
hafði hann þann sið að stilla sér upp
framundan kirkjunni (ekki þó á
messu tíma) og predika þar, hvort sem
áheyrendur voru fáir eða margir. Hélt
hann á Biblíunni og vitnaði óspart í
hana með þrumuraust svo til hans
Óþekktur ferðamaður í kaupstaðnum á Sauðárkróki. Í baksýn sér á Ólafsbæinn.
Eig.: HSk.