Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 59
59
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
vörn gegn bleytu, þegar gengið var í
votu grasi eða í mýrlendi. Þetta kom
ekki svo mjög að sök í sumarhlýind
um, en þegar kólnaði var voðinn vís, ef
ekki var farið úr bleytunni og skipt
um sokka. Út af þessu urðu fræg rétt
arhöld og dómsmál sem lesa má um í
Öldinni okkar. Nú vildu krakkarnir fá
Jonna til að segja frá þessum at
burðum, en hann var tregur til og
eydd i þessu tali. Svo fóru stóru krakk
arnir í mömmuleiki og læknaleik. Ein
stelpan þóttist vera ófrísk, hljóðaði og
sagðist vera að eiga barn. Þá leist mér
ekki á blikuna og flýtti mér heim.
Dularfullt bein
Þegar fer að vora veiðist oft silungur í
lagnet niður við Borgarsand. Þangað
fara veiðimenn með net sín og leggja
þau, einkum þegar logn er og sólskin,
því þá gengur silungurinn alveg upp í
fjöru. Einn fagran vordag varð ég þess
var að menn voru að tygja sig til slíkrar
ferðar. Ég áræddi að spyrja stráka sem
ég þekkti hvort ég mætti koma með
og leggja net sem ég vissi að pabbi átti
í bæjardyrunum, en hann var þá ekki
heima. Var það auðsótt mál. Ég hljóp
til mömmu og spurði um fararleyfi.
Hún vildi vita hverjir það væru sem
ég færi með. Þeirra á meðal var Sveinn
Þorvaldsson frændi minn, þá ungur
maður. Þegar hún vissi af honum þá
mátti ég fara. Nú komum við talsvert
niður á Sandinn, líklega á móts við
Fornós, sem nú er löngu horfinn undir
vegi og byggingar. Þegar allir voru
búnir að leggja sín net þá var ég einn
eftir því auðvitað hafði ég ekki lag eða
krafta til þess. Þá kom til kasta Sveins
frænda. Hann kom með lagningastöng
ina sem notuð var til að ýta netinu útí
sjóinn, en nú vantaði hæl til að reka
niður í sandinn til að binda landtóið
við. Ég hljóp upp á fjörukambinn og
litaðist um og sá fljótt langt og mjótt
bein með hnúð á báðum endum, lengr a
en úr hesti eða kú. Með þetta bein
kom ég til strákanna og þeir hnoðuðu
því niður í sandinn og bundu landtóið
við það. Varla var búið að binda það
við beinið, að við sáum að kominn var
silungur í netið. Það var strax dregið
upp og í því var vænsta ljósnál (sjó
bleikj a) sem ég kom hróðugur með
heim til mömmu sem var aldeilis
hiss a, því ég var sá eini af veiðimönn
unum sem kom með afla úr sömu ferð
og netin voru lögð. Ekki man ég meira
eftir þessum veiðiskap, en eftir að net
ið var tekið upp og aftur komið heim í
bæj ardyr þá var beinið ennþá með, því
líklega hef ég frekar getað náð því upp
úr sandinum heldur en leyst hnútinn.
Pabba varð starsýnt á þetta bein og
hefur sjálfsagt grunað hvers kyns var.
Sótti hann Jónas lækni sem sá strax að
hér var lærleggur úr stórvöxnum karl
manni. Hann mun svo hafa fengið leg
í vígðri mold næst þegar jarðað var í
Sauðárkrókskirkjugarði.
Krókskýrnar
Flest eða öll heimili á Króknum áttu
eina til tvær kýr. Þegar fór að gróa á
vorin var þeim haldið til beitar á
Flæðunum upp af Borgarsandi. Þetta
var í landi Sjávarborgar og greitt var
fyrir hagagönguna. Á morgnana var
kúnum safnað saman og voru gömul
hjón sem sáu um að koma þeim í
hagann og aftur heim á kvöldin. Það
voru líka óskráð lög að einhverjir