Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 63
63
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
geymt á túnum yfir nóttina fyrir
slátrun. Þessi tún voru inn á möl inni
þar sem löngu er komin byggð. Við
krakkarnir fylgdumst vel með og
feng um horn hjá bændunum ef þeir
klipptu hornin af hausunum þar, en
sumir fóru með þau á hausunum heim,
því krakkarnir í sveitinni vildu líka fá
horn. Það var oft kapphlaup hjá okkur
guttunum að fylgjast með þegar
rekstr arnir komu og gá hvort þar væri
álitleg horn að hafa, og panta hjá
eigendunum. Stundum tókst þetta, en
eftir einum bónda man ég sem sagðist
eiga að koma heim með hornin af
henn i Móru sem sonur hans átti.
Drangeyjaregg og fuglar
Á hverju vori var farið til Drangeyjar
til fuglaveiða og eggjatöku. Það voru
vissir menn sem höfðu þennan útveg
með höndum og seldu svo fugl og egg
fram um allar sveitir. Fuglaveiði á
flek um, sem nú er löngu aflögð, fór
þannig fram, að tréflekar sem voru
u.þ.b. 1.2x0.8 m, voru festir niður
með stjóra (akkeri). Snörum úr hross
hári var komið fyrir á flekunum með
vissu millibili. Svo þegar fuglinn set
tist á flekann varð hann fastur í snör
unni. Eftir eggjunum var sigið í
bjargið á líkan hátt og enn tíðkast. En
nú eru léttari og betri vaðir notaðir og
traustari hjálmar fyrir sigmanninn.
Þetta var mikið búsílag í vorsultinum,
enda var Drangey nefnd „snemmbæra
Skagfirðinga“.
Fyrsta bílferðin
Á þessum árum var mór aðaleldsneyti
heimilanna og eldavélarnar tóku mið
af því. Fáir höfðu efni á að kaupa kol,
enda voru þau bæði rándýr og oftast af
skornum skammti. Því var það að
foreldrar mínir fengu að taka upp mó
fram í Brennigerði, sem eru um 3 km
innan við Sauðárkrók. Þangað var
auðvitað farið gangandi, bæði þegar
mórinn var tekinn upp og eins þegar
hugað var að honum á meðan hann var
til þerris. Það mun hafa verið um vorið
eða sumarið 1926 að við mamma vor
um að koma gangandi frá því að
hreykja mó í Brennigerði. Við vorum
Bílar Árna
Daníelssonar SK2
og SK3. Ekki er
kunnugt um nöfn
þeirra sem eru á
myndinni.
Eig.: HSk.