Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 64

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 64
64 SKAGFIRÐINGABÓK komin út undir Flæðarnar innan við Krókinn eða á vegamótin ofan við Sjáv arborg, að nýstárlegt farartæki nam staðar til hliðar við okkur á göng­ unni. Var þar kominn Árni Daníels­ son á Sjávarborg sem var nýfluttur þangað. Farartækið sem hann ók var Chevrolet 4ra dyra Sedan, sem hann kom með frá Ameríku haustið áður og stundaði akstur frá bílastöð í Reykja­ vík um veturinn. Hann bauð okkur að sitja í hjá sér þennan spotta leiðarinn­ ar út á Krókinn, sem við þáðum með þökkum. Hvílíkt ævintýri! Flosmjúk sæti og svo heyrðist í vél bílsins líkast mali í ketti. Og áfram þutum við og vorum komin á leiðarenda fyrr en varði. Skyldi ég eiga eftir að upplifa annað eins ævintýri? Ég sagði ömmu hróðugur frá þessari upphefð. Þetta sama sumar komu víst tveir eða þrír vörubílar á Krókinn, og einn sem fór fram í Lýtingsstaðahrepp. Man ég sérstaklega eftir þegar hann kom og var ekið frameftir, því hann var þá lítið annað en vélin, grindin og sæti bílstjórans við stýrið. Ofan á grindar­ bitana voru bundnir plankar og á þá raðað ýmsum varningi. Við strákarnir hlupum á eftir bílnum og reyndum að hanga aftan í honum inn á Flæðar. Bíl stjórinn sem hét Indriði ók varlega, þar til hann var kominn út úr bænum og laus við okkur, en þá jók hann hraðann. Manndómsvígsla Það var fagur vormorgunn og stilli­ logn. Sólin skein í heiði og stafaði á sjóinn. Hafgolan ekki enn vöknuð til lífsins. Við þrír jafnaldrar og leikfélag­ ar vorum mættir á sjávarkambinn þar sem beituskúrarnir stóðu, en flestir bátar á sjó. Fljótlega bættist í hópinn einn félaginn, sem var 3­4 árum eldri en við og búinn að öðlast meiri þekk­ ingu á lögmálum lífsins en við þessir yngri. Nú kom upp ágreiningur um hvort heldur ætti að fara upp á Móana fyrir ofan Nafirnar eða út á Eyri að veiða sprettfisk. Þá bregður svo við að sá elsti setur upp mikinn spekingssvip og verður mjög alvarlegur. Fer að skim a í allar áttir og tala í hálfum hljóðum, því nú býr hann yfir leynd­ armáli sem kominn er tími til að karl­ menn á okkar aldri fái fræðslu um. Svo er mál með vexti, að í fjörunum og í sjónum leynist skæður óvættur sem smokkfiskur nefnist og liggur á því lúalagi að sjúga sig fastan á typpið á karlmönnum ef hann kemst í færi. Gegn þessum vágesti er aðeins eitt ráð og nú er ekki seinna vænna en setja undir þann leka að þessi skæði óvin­ ur geri okkur mein. Nú varð það að ráði að við kæmum allir inn í einn beitu skúrinn sem við sáum að var opinn, því nú var mál að hefjast handa með viðeigandi ráðstafanir. Til frekara örygg is svo við yrðum ekki truflaðir á meðan þessi athöfn færi fram, skyldi einn okkar standa á verði og gera við­ vart ef einhverjir fullorðnir sæjust í grenndinni. Síst af öllu mátti það vera kvenfólk eða stelpur. Nú var farið inn í þennan dimma skúr, þar sem varla sást handaskil væri hurð hallað að stöf­ um, en loftið mettað af salti, veiðar­ færum og tjöru. Einn af þeim yngstu hafði nú það embætti að standa við dyrnar og hafa smá rifu og fylgjast með mannaferðum og urðum við að skiptast á svo allir fengju nú sína upp­ fræðslu. Svo tók sá elsti til starfa og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.