Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 65
65
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
fann fljótt kagga með hrjátjöru sem
var hituð og notuð til að bika bátana.
Fann hann litla dollu sem hann lét
slatta af tjöru drjúpa í og síðan litla,
mjóa spýtu, sem nota skyldi við
verknaðinn. Þar næst komu þeir tveir
okkar sem ekki stóðu á verðinum út í
horn á skúrnum, þar sem smá skíma
kom gegnum litla gluggaboru og tóku
nú typpin vel út úr buxnaklaufinni.
Síðan kom verkstjórinn með tjörudoll
una og spýtupensilinn, dýfði honum í
tjöruna og málaði nettan kross með
tjörunni efst á typpið og skyldi það fá
að þorna dálítið áður en það væri sett
aftur inn í buxurnar. Ég sem staðið
hafði á verðinum á meðan þessu fór
fram, var nú kallaður á „teppið“, en
annar hinna tók við dyravörslunni.
Fékk ég sömu meðferð og hinir félag
arnir og fylgdist ég með að verk
stjórinn sjálfur krossaði sitt eigið typp i
vel og vandlega. Síðan biðum við
þarn a innan dyra þar til foringjanum
þótti hæfilegur tími liðinn svo við
gætum aftur um frjálst höfuð strokið.
Ekki man ég til að neinum okkar hafi
orðið meint af þessari manndóms
vígslu, og hvað sem því líður hefur
smokkfiskurinn aldrei gerst nærgöng
ull við mig, hvort heldur ég hef buslað
í sjónum hér við land eða í suðrænum
höfum.
Snöruveiðar og grjótkast
Aragrúi af sjófuglum, svo sem kríum,
ritum, kjóum og veiðibjöllum var
sveimandi yfir sjónum og í fjörunni,
einkum þegar sjómenn komu að landi
með afla og fóru að gera að honum. Þá
fóru stóru strákarnir stundum að veiða
fugla í snöru. Þeir tóku tvo mjóa járn
teina, t.d. mótavír ca. 50 sm langan,
og beygðu vlaga lykkju á annan enda
vírsins en ráku hinn endann niður í
fjörusandinn með 1520 sm millibili.
Á milli vírlykkjanna var lögð snæris
lykkja, sem í reynd var snara og
snærisendinn síðan bundinn við hæfi
legan stein í fjörunni. Á milli teinanna
var agninu, sem oftast var lifur úr
fisk i, komið fyrir. Um leið og fuglinn
tók agnið varð hann fastur í snörunni.
Oftast held ég að kríunum hafi verið
sleppt, en ritur, kjóar og veiðibjöllur
drepnar því kjötið af þeim þótti ágæt
is fiskibeita, þó það væri kannski ekki
alltaf tilgangurinn.
Það var líka mikil íþrótt að kasta
steinum sem lengst út á sjóinn og
stundum var reynt að hæfa eitthvað
sérstakt, eitthvert skotmark eða
kannski fugla á flugi. Einu sinni man
ég eftir að tveir strákahópar sem stóðu
á kambinum sinn hvorum megin við
lónið í [Sauð]ánni, fóru að kasta hver
að öðrum. Það var býsna langt færi.
Ekki mun ég hafa tekið þátt í þessu
steinkasti að þessu sinni, en hins vegar
lenti einn steinninn í hægra auganu á
mér og var það mikið högg svo ég hálf
vankaðist og einhver hjálpaði mér
heim. Leið mér mjög illa í auganu sem
var lengi blóðhlaupið, en allt jafnaði
það sig með tímanum.
Sauðáin
Sauðáin sem kemur úr samnefndu gili
og „Krókurinn“ dregur nafn sitt af,
rann á þessum árum út með Nöfunum.
Samkomuhúsið „Bifröst“ var byggt á
austurbakka árinnar og litlu norðar
var brú á henni. Síðan tók áin
norðaustlæga stefnu á móts við