Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 68
68
SKAGFIRÐINGABÓK
alltaf var nægur silungur í matinn allt
sumarið. Silunginn setti ég undir
bunu úr kaldri uppsprettulind í tún
jaðrinum og þar geymdist hann vel
þar til hann var matreiddur.
Næsta verkefni var að moka flórinn
í fjósinu. Það var helluflór upp á gaml a
mátann, þar sem stórum steinhellum
var raðað í flórbotninn, en stórir
aflang ir steinar afmörkuðu síðan flór
og básstokkana. Básinn sjálfur var
þakinn með torfi og þurfti oft að end
urnýja það. Ekki stóðust þessar hellur
alveg á og voru ýmsar brúnir og van
kantar á þeim og flórinn ósléttur. En
ég lærði fljótt á þetta og varð flinkur
flórmokari. Síðan bar ég mykjuna út í
fötu og var henni safnað í haug utan
og neðan við fjósdyrnar. Þegar mjölt
um var lokið rak ég kýrnar niður fyrir
túnið og í hagann og sótti þær svo á
kvöldin, lét þær inn og batt hverja og
eina.
Þá var komið að hrossunum. Brúk
un arhesta þurfti að sækja í hagann á
hverjum morgni. Yfirleitt voru þeir
ekki langt undan. Það voru þrír hestar
sem venjulega þurfti að sækja. En ekki
var sopið kálið að ná þeim. LitliGráni
var nú bestur viðureignar, því þó hann
væri svolítið röltstyggur, þá sýndi
hann ekki af sér aðra hrekki við að láta
ná sér. Öðru máli gegndi um hina
klárana, Þröst og Grana. Þröstur var
nærri sótrauður, dálítið háreistur og
hafði fyrir sið að bjóða rassinn og gera
sig líklegan til að slá, ef komið var
aftan að honum. En mér var kennt
hvern ig best væri að bera sig til við að
ná honum. Óbrigðult ráð var að læðast
framan til á hlið við hann og kasta
snærisspotta, sem smásteinn var bund
inn í, yfir hrygginn eða makkann á
honum, og það brást ekki að þá stóð
hann grafkyrr á meðan hnýtt var uppí
hann snæri, ef maður var ekki með
beisli við hendina. Þá saup hann hregg
og stóð grafkyrr. En á Grana gamla
dugðu þessi ráð ekki. Hann fylgdist
vel með manni og sneri sífellt rassin
um í mann og allir vissu að hann var
rammslægur. Í fyrstu réði ég ekki við
að ná nema LitlaGrána og Þresti. En
Grani hélt áfram að bíta grasið og
Ólafur á
Hellulandi
ásamt smáfólki
með veiði dagsins.
Einkaeign.