Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 69
69
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
varði sig svo ég gekk frá að ná honum
og kom heim með hina klárana. Ólaf
ur fór með mér og þá náðist Grani.
Smám saman lærðist mér ráð til að ná
honum. Að vera fljótari en hann að
snúa sér við og ná framarlega í faxið og
síðan í flipann og þá var björninn unn
inn.
Þegar heyskapurinn byrjaði fór ég
að raka og snúa heyflekkjum með hinu
fólkinu. Um það bil vikulega fór ég
svo sendiferðir ríðandi í Krókinn.
Venjulega var ég með einhverjar bús
afurðir til fastra kaupenda, skyr, rjóm a,
mjólk og smjör, en kom til baka með
fisk og ýmsan kaupstaðarvarning.
Þett a gekk ágætlega. Á Hellulandi
var ég langt fram á haust. Þetta sumar
voru bræður mínir líka í sveit, Jónas í
Hróarsdal hjá Lilju, en Haraldur í
Jaðri hjá Guðnýju föðursystur okkar.
Mamma og amma voru þá einar heima
með Sigrúnu systur sem fæddist í maí,
daginn áður en ég átti afmæli.
Rollingaskólinn og fleira
Fljótlega eftir að ég kom frá Hellu
landi byrjaði Rollingaskólinn sem svo
var nefndur. Þar var lögð áhersla á
lest urinn sem er undirstaða að öðru
námi. Síðustu dagana á Hellulandi
heyrði ég rætt um að von væri á prest
in um til að húsvitja og þá yrði ég lát
inn lesa. Ég var ekki viss um að ég
væri nógu vel læs og fann gamla Hlín
og fór að æfa mig. En ég slapp því
prest urinn var ekki kominn þegar ég
fór þaðan. Ekki man ég mikið eftir
kennurunum á Króknum nema
Friðrik i Hansen og Jóni Þ. Björnssyni,
en held að þeir hafi ekki kennt okkur
yngstu krökkunum. Við vorum líka
flest orðin sæmilega læs og byrjuð að
skrifa eftir forskrift og læra eitthvað í
reikningi. Líklega höfum við verið um
20 krakkar í þessum bekk. Það gekk á
með smá hrekkjum í frímínútunum
og við fórum í ýmsa útileiki, yfir,
hlaupa í skarðið, eyjuleik o.fl. Ég fékk
nýja, glansandi stígvélaskó í jólagjöf
og fór að renna mér fótskriðu á þeim á
ánni á jóladaginn. Eitthvað hefur
svell ið verið hruf ótt eða kannski sand
ur á því, því ég steyptist beint á haus
inn og kom niður á ennið. Fossblæddi
úr þessu og þannig kom ég heim.
Farið var strax með mig upp á spítala
til að láta sauma þetta saman, en Jónas
læknir var ekki heima, hafði verið
sótt ur eitthvað fram í Dali og ekki
væntanlegur heim í bráð. Fór ég heim
við svo búið en hjúkrunarkonan reynd i
að klemma saman tvo stóra skurði á
enninu og í hársrótunum. Af þessu
fékk ég ör á mitt ennið og uppi í
hársrótunum, sem ég ber enn í dag.
Annað sumar á Hellulandi
Vorið eftir fór ég aftur í Helluland.
Nú var ég öllum hnútum kunnugur
þar og alls ófeiminn. Fleiri voru í
heimili þar nú, því kaupakona var
ráðin og strákur um fermingu. Hann
var frá Siglufirði og hét Stefán Bjarna
son og var ættaður héðan úr firðinum.
Og nú var líka meira um að vera á
Hellulandi, því um vorið var byrjað á
fjósbyggingu og eitthvað af mannskap
var þar í hlaupavinnu fram að slætti,
en þá lagðist byggingavinnan í dá á
meðan heyskapnum var sinnt. Ég hafði
svipaðan verkahring og sumarið áður
og þurfti oftar að fara í Krókinn, jafn
vel tvisvar í viku. Við Stebbi vorum