Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 77

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 77
77 ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI eftir að kynnast betur síðar. Þótti mér gaman að komast í þennan krakkasoll og leika mér á milli þess sem við vor­ um kölluð í prófin. Aðeins einu sinni man ég að kastaðist í kekki milli okk­ ar frændanna, mín og Sigga, á meðan ég var þarna. Sjálfsagt hefur það byrj­ að af litlu tilefni, en eitthvað voru þau að stríða mér Siggi og Lauga og endaði með því að ég tók spýtu og henti í hausinn á Sigga. Fékk hann stóra kúlu á ennið eða gagnaugað. Þá dró ég mig í hlé og faldi mig úti í hlöðu lengi dags. Þegar ég fannst var ég færður fyrir Lilju og settur réttur í málinu. Fékk ég réttmætar ákúrur fyrir tiltækið og lét hún mig biðja fyrirgefn­ ingar, sem ég var fús til þegar mér var runnin reiðin. Og nú var komið að sumarmálum og ég ekki enn farinn heim. Það mátti nú helst ekki dragast lengur, því nú var orðið opinbert hvað til stæði, nefni­ lega það að við ætluðum að flytjast af Króknum að Hamri í Hegranesi í næstu fardögum, þ.e. í byrjun júní Tók ég saman föggur mínar um kvöldið, því daginn eftir ætlaði Þóri – [Þórarinn Jón­ asson í Hróarsdal] – að reiða mig út á Krók svo ég væri heima fáeina daga áður en við flyttum. Það snjóaði svo­ lítið um nóttina og var það eini snjórinn sem kom frá því að hlánaði svona ræki­ lega í þorralokin. Við riðum út göturnar hjá Kárastöðum og um hlaðið á Hellulandi. Mér fannst ég sjá umhverfið á nýjan og óvæntan hátt sem ferðamaður á snöggri yfir­ reið. Það var gaman að koma heim eftir svona langa fjarveru. Og nú var verið að búast til brott ferðar, pakk a niður í kassa ýmsum munum og leir­ taui og síðan þurfti að þrífa húsakynn­ in hátt og lágt og kveðja nágrannana sem höfðu bundist okk ur vináttubönd­ um á þessum árum. Á Hamri í Hegranesi 14. maí 1929 Upp var runninn þessi örlagadagur þegar við yfirgáfum Sauðárkrók og lögðum af stað til nýrra heimkynna. Ekki var það nein skyndiákvörðun. Öðru nær. Þegar pabbi var heima um jólin og nýárið þá varð ég var við, þó ungur væri, að foreldrar mínir rædd­ ust við af miklum alvöruþunga og voru áreiðanlega ekki sammála. En hvert málefnið var skildi ég ekki fyrr en löngu síðar. Pabbi vildi nefnilega flytja til Siglufjarðar og setjast þar að. Hann var langt kominn með að ljúka Mágarnir Hróbjartur Jónasson t.v. og Sigurður Helga­ son t.h. Ljósm.: Pétur Hannesson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.