Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 77
77
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
eftir að kynnast betur síðar. Þótti mér
gaman að komast í þennan krakkasoll
og leika mér á milli þess sem við vor
um kölluð í prófin. Aðeins einu sinni
man ég að kastaðist í kekki milli okk
ar frændanna, mín og Sigga, á meðan
ég var þarna. Sjálfsagt hefur það byrj
að af litlu tilefni, en eitthvað voru þau
að stríða mér Siggi og Lauga og endaði
með því að ég tók spýtu og henti í
hausinn á Sigga. Fékk hann stóra kúlu
á ennið eða gagnaugað. Þá dró ég mig
í hlé og faldi mig úti í hlöðu lengi
dags. Þegar ég fannst var ég færður
fyrir Lilju og settur réttur í málinu.
Fékk ég réttmætar ákúrur fyrir
tiltækið og lét hún mig biðja fyrirgefn
ingar, sem ég var fús til þegar mér var
runnin reiðin.
Og nú var komið að sumarmálum
og ég ekki enn farinn heim. Það mátti
nú helst ekki dragast lengur, því nú
var orðið opinbert hvað til stæði, nefni
lega það að við ætluðum að flytjast af
Króknum að Hamri í Hegranesi í
næstu fardögum, þ.e. í byrjun júní
Tók ég saman föggur mínar
um kvöldið, því daginn eftir
ætlaði Þóri – [Þórarinn Jón
asson í Hróarsdal] – að reiða
mig út á Krók svo ég væri
heima fáeina daga áður en
við flyttum. Það snjóaði svo
lítið um nóttina og var það
eini snjórinn sem kom frá
því að hlánaði svona ræki
lega í þorralokin. Við riðum
út göturnar hjá Kárastöðum
og um hlaðið á Hellulandi.
Mér fannst ég sjá umhverfið
á nýjan og óvæntan hátt sem
ferðamaður á snöggri yfir
reið. Það var gaman að koma
heim eftir svona langa fjarveru. Og nú
var verið að búast til brott ferðar, pakk a
niður í kassa ýmsum munum og leir
taui og síðan þurfti að þrífa húsakynn
in hátt og lágt og kveðja nágrannana
sem höfðu bundist okk ur vináttubönd
um á þessum árum.
Á Hamri í Hegranesi
14. maí 1929
Upp var runninn þessi örlagadagur
þegar við yfirgáfum Sauðárkrók og
lögðum af stað til nýrra heimkynna.
Ekki var það nein skyndiákvörðun.
Öðru nær. Þegar pabbi var heima um
jólin og nýárið þá varð ég var við, þó
ungur væri, að foreldrar mínir rædd
ust við af miklum alvöruþunga og
voru áreiðanlega ekki sammála. En
hvert málefnið var skildi ég ekki fyrr
en löngu síðar. Pabbi vildi nefnilega
flytja til Siglufjarðar og setjast þar að.
Hann var langt kominn með að ljúka
Mágarnir Hróbjartur Jónasson t.v. og Sigurður Helga
son t.h.
Ljósm.: Pétur Hannesson.