Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 80
80
SKAGFIRÐINGABÓK
verið 34 hektarar eða 1012 dagslátt
ur, sem þá var sá mælikvarði er var
notaður um vallarstærð. Meginhluti
þess átti að heita sléttur eða greiðfær
til slægna, en þó man ég eftir all
stórum þúfnaklösum á milli beðaslétt
anna sem gerðar höfðu verið á umliðn
um árum eftir að jarðabætur hófust
með því að rista ofan af þúfunum með
undirristuspaða. Þá var oftast reynt að
gera eina „sléttu“ á hverju vori. Rist
var ofan af því stykki sem var tekið
fyrir (812 metra breitt eða mjórra),
og þökunum hlaðið í bunka beggja
vegna við flagið. Síðan var komið með
jarðvinnsluverkfærin, sem helst var
plógur sem dreginn var af einum eða
tveimur hestum og síðan rótherfi og
diskaherfi sem muldu jarðveginn í
sæmilega unnið flag. Grjót var fjar
lægt og síðan borinn í flagið allur
tiltækur húsdýraáburður, heyruddi og
veggjamold úr byggingum sem verið
var að rífa og til féll. Þessar beðaslétt
ur voru svolítið kýfðar upp um miðj
un a, þannig að á milli þeirra myndaðist
dálítil laut og sér þess enn vott í göml
um túnum sem ekki hafa verið unnin
upp með nútíma jarðvinnslutækjum.
Síðan var flagið þakið með þökunum
sem geymdar voru meðfram flaginu
og var þetta ræktarmesti blettur
túnsins það sumarið.
Ég man vel eftir stórum þúfnaklasa
út og niður af bænum. Þá var samfelld
ur þúfnakargi frá Hamrinum og niður
að mýrinni neðan við túnið. Niður af
hesthúsinu neðan við Hamarinn voru
Hesthússléttur tvær og norður af
fjárhúsunum var svonefnd Steinbjörns
slétta. Ofan við bæinn voru allmiklir
hólar, sumt af þeim gamlir öskuhaug
ar. Tveggja strengja girðing úr gadda
vír var umhverfis túnið og náði hún
Heimafólk á Hamri um 1934. Systkinin Sigurður og Vilhelmína með barnahópinn á
milli sín. Frá vinstri talið: Haraldur Hróbjartsson, Erla Ragna Hróbjartsdóttir, Sigrún
Hróbjartsdóttir: Jónas Hróbjartsson með kisu, Þór Hróbjartsson.
Einkaeign.