Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 81
81
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
yfir mýrarsundið neðan við bæinn. Yst
og efst í túninu var Hamarinn, falleg
klöpp sem bærinn dregur nafn sitt af.
Ofan við túnið er svo önnur klöpp og
sunnan við hana, á landamerkjum
Hamars og Ketu, enn önnur. Mólendi
er bæði norðan túns og sunnan en mýri
að neðan sem fyrr er sagt.
Bærinn á Hamri var gamall torfbær.
Dyrnar sneru í austur út á bæjar
hlaðið og framan við það allstór rófna
eða matjurtagarður. Öskuhaugurinn
var þar neðan við. Á hlaðinu, lítið eitt
til hægri frá bæjardyrunum, var
brunn ur inn, aðalvatnsból heimilisins.
Brunn urinn var hringlaga, hlaðinn
haganlega úr grjóti og mjókkaði aðeins
niður, en var það víður að maður
komst þar fyrir þegar brunnurinn var
hreinsaður, sem var gert á hverju vori.
Ofan að vatninu voru 12 mannhæðir
og því var slegið yfir hann kassa með
loki og komið fyrir vindu til að hala
vatnið upp í blikkfötu, sem var látin
síga niður á mjóum kaðli. Þessi brunn
ur var notaður öll fyrstu árin okkar á
þennan hátt, en fyrstu árin eftir að
steinhúsið var byggt var því dælt upp
í kjallarann. Nú er brunnurinn löngu
aflagður. Einn vetur í miklum frosta
kafla þurfti að sækja vatn í lindina
sem var í mýrarjaðrinum niður frá
bæn um.
Þá ætla ég að rifja upp húsaskipun í
gamla bænum. Eitt þil með fjögurra
rúða glugga vissi út á hlaðið. Það var
skálinn, sem var notaður sem geymsla.
Í honum var moldargólf með einstök
um hellum á stangli til að leggja eitt
hvað frá sér á. Inn í skálann var gengið
til vinstri handar [úr ganginum], en
til hægri var gengið inn í mókompun a.
Þar var eldiviðurinn geymdur, mór og
sauðatað. Inn af mókompunni var
hlóðaeldhús, allstórt með eldstó (hlóð
um) og allvíður strompur upp yf i r
þeim. Í rjáfrinu var reykt kjöt og sil
ungur úr Vötnunum þegar vel
veiddist. Allir veggir voru torfveggir
um meters þykkir og moldargólf. Inn
af hlóðaeldhúsinu var búrið. Það var
gluggalaust. Innar í ganginum til
vinstr i var eldhúsið. Í rjáfri þess var
smá gluggabora með tveimur rúðum
að mig minnir. Eldavélin var fyrir
þeirra tíma eldsneyti, mó og sauðatað.
Reykrörið frá henni var pott eða járn
rör sem gekk upp í gegnum þekjuna
og klætt með blikki kringum það. Við
austurvegginn var borð eða bekkur og
rekki fyrir diska og hilla undir bolla
pör. Moldargólf, sem einhverri lélegri
Hamar árið 1948.
Sér á fjósið og fjóshlöðuna
norðan við bæinn til
hægri en brunnurinn á
hlaðinu þar sem skýlið
er yfir.
Einkaeign.