Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 90

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 90
90 SKAGFIRÐINGABÓK land areignina. Mamma fór með pönnu­ kökur og þeyttan rjóma, kaffi og marg ar kökusortir og ég rogaðist með þessar kræsingar með henni. Ég var rígmontinn þegar ég heyrði vegakarl­ ana tala um það sín í milli að „þetta væri nú langbesta veislan.“ Og nú vantaði „kúska“ til að teyma hesta með malarkerrur og ég varð kúskur ásamt fleiri krökkum úr sveitinni í marga daga og fékk kaup, sem voru fyrstu aurarnir sem ég vann mér inn. Bygging og barnsfæðing Um jólin 1930 kom pabbi loks heim og var það mikil hátíð fyrir okkur öll. Afráðið var að hann kæmi heim að vori til að byggja nýjan bæ. Það leyndi sér heldur ekki vorið 1931 að mikið stóð til á Hamri. Á krossmessudaginn, 14. maí, var ég sendur út í Vatnskot með tvo til reiðar snemma um morguninn, því þangað átti ég að sækja vinnukonu sem ráðin var til eins árs. Hún hét Jóhanna Pétursdóttir og var mikill boldangskvenmaður. Um sama leyti var farið að rífa fjósið og fjóstóttina sunnan við bæinn og koma upp nýju fjósi nokkru norðan við bæinn, en kýrnar fengu inni í hesthúskofa á meðan. Um hvítasunn­ una, sem var seint í maí, kom pabbi heim frá Siglufirði og var með timbur og annað byggingarefni á fulllestuðum bíl. Hann byrjaði strax að reisa grind að nýjum bæ, þ.e. syðri röðinni sem hann byggði þá um sumarið eftir að fjósið komst upp, en þessi hluti bæj­ arins stóð einmitt þar sem fjósið var sunnan við bæinn. Þetta gekk furðu fljótt enda þótt hann væri að mestu einn við þetta verk, og síðla um sum­ arið gátum við flutt í nýja bæinn og var það nú aldeilis munur. Þessi bær sneri austur­vestur og skiptist í þrjú rými, austur­ og vesturherbergi og stofu á milli þeirra. Úr henni var svo gengið í hluta af gamla bænum, sem enn var nýttur til næsta vors. Þá kom pabbi aftur og byggði norðari röðina, en það var forstofa og gangur, eldhús, Suðurhlið og vesturstafnar bæjarins sem Hróbjartur byggði sumarið 1931. Einkaeign.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.