Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 90
90
SKAGFIRÐINGABÓK
land areignina. Mamma fór með pönnu
kökur og þeyttan rjóma, kaffi og
marg ar kökusortir og ég rogaðist með
þessar kræsingar með henni. Ég var
rígmontinn þegar ég heyrði vegakarl
ana tala um það sín í milli að „þetta
væri nú langbesta veislan.“ Og nú
vantaði „kúska“ til að teyma hesta með
malarkerrur og ég varð kúskur ásamt
fleiri krökkum úr sveitinni í marga
daga og fékk kaup, sem voru fyrstu
aurarnir sem ég vann mér inn.
Bygging og barnsfæðing
Um jólin 1930 kom pabbi loks heim
og var það mikil hátíð fyrir okkur öll.
Afráðið var að hann kæmi heim að
vori til að byggja nýjan bæ. Það leyndi
sér heldur ekki vorið 1931 að mikið
stóð til á Hamri. Á krossmessudaginn,
14. maí, var ég sendur út í Vatnskot
með tvo til reiðar snemma um
morguninn, því þangað átti ég að
sækja vinnukonu sem ráðin var til eins
árs. Hún hét Jóhanna Pétursdóttir og
var mikill boldangskvenmaður. Um
sama leyti var farið að rífa fjósið og
fjóstóttina sunnan við bæinn og koma
upp nýju fjósi nokkru norðan við
bæinn, en kýrnar fengu inni í
hesthúskofa á meðan. Um hvítasunn
una, sem var seint í maí, kom pabbi
heim frá Siglufirði og var með timbur
og annað byggingarefni á fulllestuðum
bíl. Hann byrjaði strax að reisa grind
að nýjum bæ, þ.e. syðri röðinni sem
hann byggði þá um sumarið eftir að
fjósið komst upp, en þessi hluti bæj
arins stóð einmitt þar sem fjósið var
sunnan við bæinn. Þetta gekk furðu
fljótt enda þótt hann væri að mestu
einn við þetta verk, og síðla um sum
arið gátum við flutt í nýja bæinn og
var það nú aldeilis munur. Þessi bær
sneri austurvestur og skiptist í þrjú
rými, austur og vesturherbergi og
stofu á milli þeirra. Úr henni var svo
gengið í hluta af gamla bænum, sem
enn var nýttur til næsta vors. Þá kom
pabbi aftur og byggði norðari röðina,
en það var forstofa og gangur, eldhús,
Suðurhlið og vesturstafnar bæjarins sem Hróbjartur byggði sumarið 1931. Einkaeign.