Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 92
92
SKAGFIRÐINGABÓK
vel, en um það hafði tíðarfarið úrslit a
áhrif. Þó var á sumum bæjum byrjað
að verka vothey. Taðan þurfti helst
góðan þriggja daga þurrk, en oft ent
ist hann ekki svo lengi. Þurfti þá að
raka heyinu í garða eða „fanga það“.
Þá var það saxað í föng sem reist voru
upp eins og drýli. Stundum nægði að
„botna“ þau, þ.e. snúa þeim við, en
annars þurfti að dreifa þeim aftur.
Þegar túnaslætti lauk var farið á
engjar. Á meðan kílar og tjarnir voru
heyjaðar voru hlýir dagar teknir til
þess ef mögulegt var. Á votengjum
var næstum allt slegið með „rakstr
arkonu“. Það var vírgrind sem fest var
á ljáinn og sópaði grasinu í múga, því
alltaf var slegið „úr og í“. Þetta sparaði
mikla vinnu við rakstur, og á þurrum
og sléttum Vatnabökkum var þetta
líka oft gert og múgarnir rifjaðir eins
og rifgarðar í flekk, þó langt væri mill i
rifgarða. Þegar svo hæfilegt magn
hafði náðst í sæti (bólstra) var farið að
huga að heimflutningi á heyinu. Það
kölluðust bindingsdagar. Þá var reynt
að sjá út þurrt og stillt veður. Byrjað
var eldsnemma morguns að ná í hross
in, leggja á þau reiðing og binda þau
saman í eina lest, þannig að hæfilega
langur taumur var bundinn í klyfber
ann á næsta hrossi fyrir framan og
þannig koll af kolli.Voru oft höfð 57
hross í lest og stundum fleiri, en það
var auðvitað þyngra í vöfum. Reynt
var að hafa stilltan og þægan hest
fremst í lestinni svo hann færi ekki
með alla strolluna í gönur ef taumi var
sleppt. Meðferðamaðurinn, sem venju
lega var ríðandi, teymdi svo lestina og
þurfti hann að hafa mikla árvekni og
aðgæslu að fylgjast með öllum hross
unum svo þau gengju eðlilegan lesta
gang, hotta á þau til að vera viðbúin
þegar lagt var af stað. Lærðu þau undra
fljótt listina, því alltaf voru einhverj ir
gamlir húðarjálkar sem þau óvönu
tóku sér til fyrirmyndar.
Heimflutningur hófst þegar búið
var að binda upp á fyrstu ferðina, en
það gerði „bindingsmaðurinn“ sem
þurfti að kunna rétt handtök og vera
mjög duglegur. Venj u lega hafði hann
röska stúlku með sér og kannski lið
létt ing til að „taka rökin“. Þegar
komn ir voru nógu marg ir baggar upp
á alla lestina var þeim „jafnað saman“
þannig að sem líkastir baggar færu á
Baggahestar.
Einkaeign.