Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 92

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 92
92 SKAGFIRÐINGABÓK vel, en um það hafði tíðarfarið úrslit a­ áhrif. Þó var á sumum bæjum byrjað að verka vothey. Taðan þurfti helst góðan þriggja daga þurrk, en oft ent­ ist hann ekki svo lengi. Þurfti þá að raka heyinu í garða eða „fanga það“. Þá var það saxað í föng sem reist voru upp eins og drýli. Stundum nægði að „botna“ þau, þ.e. snúa þeim við, en annars þurfti að dreifa þeim aftur. Þegar túnaslætti lauk var farið á engjar. Á meðan kílar og tjarnir voru heyjaðar voru hlýir dagar teknir til þess ef mögulegt var. Á votengjum var næstum allt slegið með „rakstr­ arkonu“. Það var vírgrind sem fest var á ljáinn og sópaði grasinu í múga, því alltaf var slegið „úr og í“. Þetta sparaði mikla vinnu við rakstur, og á þurrum og sléttum Vatnabökkum var þetta líka oft gert og múgarnir rifjaðir eins og rifgarðar í flekk, þó langt væri mill i rifgarða. Þegar svo hæfilegt magn hafði náðst í sæti (bólstra) var farið að huga að heimflutningi á heyinu. Það kölluðust bindingsdagar. Þá var reynt að sjá út þurrt og stillt veður. Byrjað var eldsnemma morguns að ná í hross­ in, leggja á þau reiðing og binda þau saman í eina lest, þannig að hæfilega langur taumur var bundinn í klyfber­ ann á næsta hrossi fyrir framan og þannig koll af kolli.Voru oft höfð 5­7 hross í lest og stundum fleiri, en það var auðvitað þyngra í vöfum. Reynt var að hafa stilltan og þægan hest fremst í lestinni svo hann færi ekki með alla strolluna í gönur ef taumi var sleppt. Meðferðamaðurinn, sem venju­ lega var ríðandi, teymdi svo lestina og þurfti hann að hafa mikla árvekni og aðgæslu að fylgjast með öllum hross­ unum svo þau gengju eðlilegan lesta­ gang, hotta á þau til að vera viðbúin þegar lagt var af stað. Lærðu þau undra­ fljótt listina, því alltaf voru einhverj ir gamlir húðarjálkar sem þau óvönu tóku sér til fyrirmyndar. Heimflutningur hófst þegar búið var að binda upp á fyrstu ferðina, en það gerði „bindingsmaðurinn“ sem þurfti að kunna rétt handtök og vera mjög duglegur. Venj u lega hafði hann röska stúlku með sér og kannski lið­ létt ing til að „taka rökin“. Þegar komn ir voru nógu marg ir baggar upp á alla lestina var þeim „jafnað saman“ þannig að sem líkastir baggar færu á Baggahestar. Einkaeign.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.